Á morgun verðum við með kynningu á 5000 línunni hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði. Á slökkvistöðinni á Akureyri á miðvikudag og á fimmtudag á slökkvistöð Fjarðabyggðar.
Áhugasamir slökkviliðsmenn velkomnir.
Þriðjudaginn 10. maí Slökkvistöðin Hafnarfirði kl. 13.00
Miðvikudaginn 11. maí Slökkvistöðin Akureyri kl. 13.00
Fimmtudaginn 12. maí Slökkvistöðin Fjarðabyggð kl,. 14.30
Við munum kynna nýjar klippur, glennur, handdælu og svo tjakka, petalaklippur, sambyggðar klippur og glennur. Vökvadrifin búnað og rafhlöðudrifinn.
Allra nýjustu upplýsingarnar um Holmatro Greenline Evo rafhlöðudrifnu tækin
Upplýsingar um nýju klippurnar
Upplýsingar um nýju glennurnar
Upplýsingar um Kombi klippur og glennur
Á Rauða hananum í sumar kom enn og aftur í ljós að Holmatro ber höfuð og herðar yfir aðra björgunartækjaframleiðendur. Nýja 5000 línan er bæði léttari og öflugri en 4000 línan.
Nú eru allir möguleikar fáanlegir, handdrifin tæki, vökvadrifin tæki, rafhlöðudrifnar dælur og vökvadrifin tæki og svo rafhlöðudrifin tæki.
Undanfarið hafa slökkvilið sem hafa fest kaup á Holmatro björgunartækjum valið ákveðnar stærðir og gerðir til að geta fengist við algengustu og erfiðustu verkefnin. Við höfum sett hér upp lista þar sem í eru sambærileg tæki í 5000 línunni en ítrekum um leið að þau eru bæði léttari og öflugri.
Í þessari upptalningu er aðeins brot af þeim tækjum og búnaði sem hægt er að fá. Hér eru ekki upplýsingar um aðrar útfærslur eins og rafhlöðudrifin tæki, rafmagnsdælur, handdrifin tæki eða sambyggð tæki (combi þ.e bæði klippur og glennur). Hvetjum ykkur á meðan að nýja heimasíðan okkar er ekki tilbúin að fara inn á Holmatro vefsíðuna.
Hér er stuttur bæklingur yfir heildarlínuna.
Allur búnaður er af Core gerðinni og NCT (New Car technology). Í 5000 gerðinni er hröðunarloki sem flýtir lokun og opnun þegar ekki er álag á tækjunum um 65%. Í handföng eru sex öflug díóðuljós (voru tvö) sem lýsa við vinnu. Svo kallaður "I bolti" er í klippunum, en hann er fyrirferðaminni og herðir eingöngu saman hnífana en ekki tjakkarmana. Mun auðveldara aðgengi.
Klippurnar af CU5050i gerðinni er algjör nýjung. Þær eru með hallandi blöðum sem auðveldar aðgengi að póstum og þaki. Mikið vinnuhagræði.
Ef frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is
|
Klippurnar af CU5050 NCT gerð eru þær allra öflugustu en þær klippa með 144,0 tonna afli og opnast í 182 mm. Þyngd aðeins 15,9 kg.
Eldri gerðin CU4055 NCT klippir með 103,8 tonna afli, opnast í 202 mm og þyngdin er 19,6 kg. Verulega aukið afl í nýju klippunum eða um 39% og létting um 19% eða fimmtung. |
|
Klippurnar af CU5050i gerð eru næst öflugustu klippurnar. Munar mjög litlu en þessi gerð er byltingagerð nýjung en blöðin hallast sem auðveldar aðgengi að póstum og þaki. Auðveldar alla klippivinnu. Klippir með 141,6 tonna afli og opnast í 180 mm. Þyngdin aðeins 16,2 kg. |
Glennurnar af gerðinni SP5240 má segja að séu af milligerð en þær opnast um 725 mm með 26,8 tonna afli og klemma með 6,0 tonna afli. Þyngd aðeins 14,9 kg.
Eldri gerðin SP4240C opnast um 686 mm með 21,0 tonna afli og klemmir með 6,6 tonna afli Þyngd 18,1 kg.
Nýja gerðin opnar með rúmlega 27% meira afli og er létting um 18% eða um tæpan fimmtung.
|
|
Ný gerð af glennum SP5250 líka svona milligerð en þó nær þeim öflugustu en þessi opnast um 725 mm með 37,3 tonna afli og klemmir með 13,8 tonna afli. Þyngd aðeins 16,3 kg. |
|
Nýju öflugustu glennurnar eru af gerðinni SP5280 en þær opnast um 662 mm með 47,2 tonna afli og klemma með 16,2 tonna afli. Þyngd aðeins 19,8 kg.
Eldri gerðin SP4280C opnast um 677 mm með 40,5 tonna afli og klemmir með 18,0 tonna afli. Þyngd 26,9 kg.
Opna með rúmlega 5% meira afli og er létting um 26% eða fjórðung.
|
|
|
Tjakkar eru að mestu leyti óbreyttir þ.e þessir sundurdraganlegu (telescopic) Helsta gerðin er TR4350C en opnunarafl hans á fyrsta strokk er 22,1 tonn en á öðrum strokk 8,3 tonn. Sá fyrsti fer út um 388mm, en sá seinni 354mm svo heildarlengd er 742mm. Heildarlengdin á tjakk og strokkum er 1275mm og í upphafsstöðu er hann 533mm. Þyngd aðeins 16,3 kg. Eldri gerðin er 17,4 kg. |
Holmatro CU4007C Klippur litlar og auðveldar að koma við þar sem rými er lítið, en þær klippa með 22.4 tonna afli. Þyngd er 3.8 kg. Stærð 377 x 72 x 131 mm. Blaðopnun 59 mm. Vinnuþrýstingur 720 bar. Fyrir Core slöngur. |
|
|
Algengustu dælurnar eru af SR10 gerð úr Spider fjölskyldunni. Þriggja þrepa dælur. Fyrir eitt tæki í notkun og eru minnstu dælurnar með fjórgengis Honduvél 2.1 hestafla með eldsneyti til 3ja klst. Þyngd er 14.5 kg. Stærðin er 360x290x423mm. Hljóð 82 dB í 1s. m. fjarlægð. Olíumagn 2840cc.
Með þriggja þrepa dælum eykst hraði og öryggi við klippivinnu.
Margar fleiri gerðir af dælum fáanlegar |
Með í venjulegu setti eru svo yfirleitt 10 m. langar Core slöngur, A og B kubbasett, V-Strut stoðir og svo HRS22 NCT sílsaklossi.