Lækkun á verði á þráðlausum viðvörunarkerfum ofl.

Við kynnum verulega lækkun á verði á þráðlausu innbrota og viðvörunarkerfi frá Jablotron en það kerfi höfum við selt nú um 2ja ára skeið með góðum árangri. Verð hefur að jafnaði lækkað um 20%.
Við eigum væntanlega fyrir mánaðarmót (mars/apríl 2004) optíska þráðlausa reykskynjara (EI405) á 9V rafhlöðu. Þeir draga um 100m. í fríu og geta átt samskipti við allt að 32 aðra reykskynjara af sömu gerð og í sama kerfi. Sendir og móttakari í sama skynjara. Sjálfvirkt eftirlitskerfi sem yfirfer sig á 40 sek. fresti og lætur vita ef rafhlaða orðin veik. Auðveld uppsetning, hringlaga og með sökkli.

Með slíkum reykskynjara er hægt að fá fjarstýringu EI410 sem prófar reykskynjara, slekkur á öllum öðrum en þeim sem skynjar og setur á töf ef þörf er á. Hafa verið á markaði í tvö ár í Evrópu. Góð reynsla enda frábær framleiðandi.

Við höfum orðið varir við aukna eftirspurn eftir rafhlöðum í neyðarljós en það virðist sem mönnum yfirsjáist að skipta þarf út þessum rafhlöðum reglulega. Við getum boðið margar gerðir m.a. kertagerð og hlið við hlið gerðir en þær eru algengastar. Gott verð og mikil gæði.