Landsbjörg (BS) og HSSR fá uppblásin tjöld

Nú í vikunni og síðustu viku fengu Landsbjörg Björgunarsveitin Suðurnes og Hjálparsveit skáta í Reykjavík ný Trelleborgar tjöld í stað þeirra sem skilin voru eftir á Haití.
Tjaldið sem Björgunarsveitin Suðurnes fékk er af TT 3/4 gerð með 4 hurðum og til tengingar við þau tjöld sem þeir eiga fyrir. Tjaldið var merkt samkvæmt óskum þeirra með merki sveitarinnar, almannavarna, alþjóðasveitarinnar og íslenska fánanum. Allar frekari upplýsingar um Trellchem tjöldin má lesa um á heimasíðu okkar og eru þar m.a. bæklingar, efnislýsingar og teikningar.



Tjaldið semHjálparsveit skáta í Reykjavík fékk er af TT 2/2 L gerð með tveimur hurðum. Tjaldið var merkt samkvæmt óskum þeirra með merki sveitarinnar og almannavarna. Allar frekari upplýsingar um Trellchem L og LB tjöldin má lesa um á heimasíðu okkar og eru þar m.a. bæklingar og efnislýsingar.





.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....