List við merkingar á slöngum


Rákumst á þessa frétt Kristjáns Einarssona slökkvistjóra Brunavarna Árnessýslu. Hún er frá 20 . janúar síðastliðnum og leyfum okkur að birta hana hér á síðu okkar. Það er alltaf spurning um að hafa auga fyrir umhverfinu.

SlöngulistSlöngulist ListamaðurinnListamaðurinn

 

Við endurnýjuðum um daginn 3 tommu brunaslöngur hjá okkur í Brunavörnum Árnessýslu, slöngur sem fara á ýmsa bíla og kerrur. Þetta eru hlutir sem skemmast reglulega í útköllum og stundum á æfingum. Þegar 10-40 bar þrýstingur er kominn á slöngu þá þarf ekki stóran oddhvassann stein til að setja gat á hana.

Lista- og slökkviliðsmaðurinn Lárus Kr. Guðmundsson var sá kappi sem kom slöngunum fyrir í tækjunum.

Merkja þurfti allar slöngur í þeim litum sem við notum til að auðvelda okkur tengingar á brunastað.
Til að auðvelda sér þetta verk setti Lárus upp listaverkið sem er hér á mynd.
Lárus ætti að fá orðu hjá Guðna Ágústsyni orðuveitara fyrir þetta verk, a.m.k. smá listamannalaun.