Við höfum nú sett inn fleiri myndir frá heimsókn okkar til Bielsko Biala fyrr í vikunni þar sem við vorum að skoða slökkvibifreiðar.
Hér eru myndir af ýmsum bifreiðum í smíðum og
sú grængula er sú sem fer á Egilsstaðaflugvöll.
Til fróðleiks látum við hér nokkrar teikningar af bifreiðinni en allar bifreiðar eru teiknaðar í þrívíddarforriti sem gefur
möguleika á að átta sig á stærðum. Hægt er að velta teikningum og byggja þannig bifreiðina í forritinu áður en
raunveruleg bygging hefst.
Þannig var auðvelt að ákveða hvaða innréttingar fari í hvern skáp fyrir sig. Slöngurekkar og hillur fara í öftustu tvo
hliðarskápana en í fremmri skápana báða fara hreyfanlegir veggir. Á þak verður svo settur kassi fyrir samtengdar 3" slöngur sem hægt
verður að draga aftur af bifreiðinni.
Bifreiðin verður með 6.100 l. af vatni og 610 l. froðutank. Áfylling á vatnstank er um tvær 2 1/2" í hægri aftari hliðarskáp.
Froðublandari er stillalegur 1, 3 og 6%. Stýringar á dælu eru bæði í ökumannshúsi og dæluskáp.
Bifreiðina getur einn maður unnið með og er hún útbúin með svokölluðu "Pump and Roll" sem leyfir akstur á ákveðnum hraða og
dælingu samtímis. Dælan er sú sama og í öðrum bifreiðum sem við höfum selt undanfarið eða Ruberg R40 2,5 eða 4.000 l. dæla
háþrýst og lágþrýst.
Smíðaður var sérstakur pallur á ökumannshús fyrir þakúðastút. Báðir úðastútarnir eru af Akron Brass
gerð sem er vel þekkt merki hérlendis og við höfum selt um margra ára skeið. Þeir eru þannig útbúnir að þegar slökkt er
á þeim fara þeir í hvíldarstöðu.