Merkum áfanga náð í dag í flutningaferlinum

Í dag náðum við þeim áfanga að byrja að byrja að pakka vörum á gömlu pökkunarborði sem fylgdi með nýja húsnæðinu.   Birgir Ólafsson pakkar á borðinu góða
Þetta borð á sér án efa nokkuð langa sögu en að auki er það líka nokkuð langt og traust á stálfótum.

Það rekur rætur sínar til Heildverslunar Ágústar Ármanns hf. sem var hér í húsnæðinu áður. Það fyrirtæki flutti inn m.a. mikið af vefnaðarvöru.


Á þessu borði hefur því eflaust mörgum metrum af fallegu klæði eða annarri góðri vefnaðarvöru verið pakkað í maskínupappír og verið flutt í verslanir um land allt.

Það er oft þannig að gömlu fylgir oft góður andi og okkar von er að hann fylgi okkur og að á þessu borði munum við pakka mikið í framtíðinni þó kannski ekki í maskínupappír. Á borðinu við enda þess eru hillur fyrir ýmis pökkunarverkfæri sem eflaust á eftir að nýtast okkur vel.

Á myndinni má sjá einn starfsmanna okkar til margra ára hann Birgir (Bigga) sem er eins og margir vita eini KR-ingurinn hér enda er hann litblindur. Hann fékk auðvita að pakka fyrstur og það sést vel hve hann vandar sig.