Mikil sala í slökkvifroðu og léttvatni


Undanfarið hefur verið talsverð sala í slökkvifroðu og léttvatni. Við höfum aukið úrvalið og tekið inn m.a. léttvatn 1%, æfingarfroðu og sérstakt léttvatn fyrir flugvallaslökkvilið. Við höfum að vísu verið með slíkt léttvatn áður en þetta er ný öflugri gerð.

Æfingarfroðan hefur fengið góðar viðtökur svo við munum vera með hana á lager. Það er sparnaður við æfingar sé slík froða notuð. Við erum áfram með 3% léttvatn og höfum svo ákveðið að vera með millifroðu af MB20 gerð sem hefur -20°C frostþol.

 

Svo verðum við áfram með á lager slökkvifroðuna Bio-Ex For C en það er A- slökkvifroða og blandast frá 0,1% og upp í 0,6%. Þessa hefur SHS notað með frábærum árangri á háþrýstingi með Foscar háþrýstistútum.

Bio-Ex slökkvifroða

Slökkvifroðan er á allar gerðir A elda og blöndun er einna helst 0,1 - 0,3 - 0,6%. Einnig hentar hún vel á elda í vökvum í blöndunarhlutfallinu 0.5%. Allar frekari upplýsingar í bæklingi.

Bæklingur

Öryggisblað


Ef frekari upplýsinga er þörf eða þið viljið panta sendið þá póst á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.