Múskó verð á slökkvitækjum. Nei !!!!!!

Við höfum áður skrifað um innflutning slökkvitækja á síðuna og velt upp staðreyndum um innflutningstölur, magn og verð.  Innflutningur jókst milli áranna 2005 og 2006 um 21% og var heildar innflutningur um 26 milljónir sem 10 tl 12 innflytjendur standa að. Það er ekki stórt meðaltalið. Heimildir um innflutning  höfum við frá Hagstofu. Það er alltaf eitthvað að gerast og nú samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu voru flutt inn í janúar slökkvitæki frá Kína.

Þetta voru ein 12,2 tonn af tækjum sem hægt er að velta fyrir sé hvað séu mörg tæki ef um margar gerðir var að ræða. Við höfum svo sem hugmyndir um það. Ef við leikum okkur svolítið af tölum þá var meðal kg. verð á tækjum árið 2006 um kr. 274 og þá miðað við FOB verð. Fyrstu tvo mánuðina er það kr. 244 pr. kg. en meðalverð þessara kínversku tækja er kr. 140 pr. kg. Raunverulega skiptir ekki máli hvaða meðalverð við notum svo framarlega sem við erum að velja saman sömu kostnaðartölur. Gengið spilar ekki stórt hlutverk munurinn er ekki mikill á meðalverði. Segjum 2 til 4%.

Þetta segir að þessi kínversku tæki eru allverulega ódýrari en þau tæki sem voru fyrir á markaðnum í innkaupi eða milli 43 eða 49% eftir því við hvaða meðalverð er borið saman við. Við erum ekki að bera saman við meðalverð í janúar en þá yrði munurinn enn meiri og það er engin sanngirni í því. Þetta er þó nokkuð en eftir stutta eftirgrennslan á markaðnum þá kemur í ljós að því er ekki að heilsa að markaðurinn njóti þessa hagstæðu innkaupa og er verð sem við höfum séð hærra en verð okkar. Það er að vísu sett fram með Múskó aðferðinni þ.e. verð og svo kynningarverð.

Hér sést að nánast eini innflutningurinn í janúar var frá Kína og í aftasta dálknum má lesa meðal kg. verðið. Hlutfallið breytist strax í febrúar.

Innflutningur í janúar 2007
 
Land Þyngd FOB verð CIF verð Hlutdeild Kg. verð
Bandaríkin 3 43.948 48.841 0,02% 14.649,33
Bretland 675 1.244.309 1.347.900 4,26% 1.843,42
Kína 12.203 1.701.779 1.807.793 77,03% 139,46
Þýskaland 2.960 693.203 767.567 18,69% 234,19
  15.841 3.683.239 3.972.101 100,00% 232,51
 
Hér er svo til fróðleiks tafla yfir innflutninginn árið 2006.

Innflutningur 2006

Land
Þyngd
FOB verð
CIF verð
Hlutdeild
Kg. verð
Bandaríkin 42 433.988 538.274 0,05% 10.333,05
Bretland 36.854 9.282.426 10.182.086 43,03% 251,87
Danmörk 31 86.645 116.897 0,04% 2.795,00
Kanada 1.838 381.295 414.157 2,15% 207,45
Spánn 10.127 2.510.613 2.951.380 11,82% 247,91
Sviss 14 13.380 13.661 0,02% 955,71
Svíþjóð 759 194.415 269.840 0,89% 256,15
Tyrkland 810 199.630 300.257 0,95% 246,46
Þýskaland 35.168 10.390.858 11.319.510 41,06% 295,46
  85.643 23.493.250 26.106.062 100,00% 274,32

Hér má sjá að Bretland hefur um 43% innflutningsins en Þýskaland 41%. Önnur lönd þá þar af minna. Ef verið er að leika sér að þessum tölum þá er innflutningur hvers innflytjanda árið 2006 á mánuði kr. 181.000 og í þyngd 595 kg. sem samsvarar 74 stykkjum af 6 kg. dufttækjum. Í sölu tæp 4 stk. af 6 kg. tækjum á dag. Hann hefur ekki fitnað hesturinn sem riðið er hér í allmörg ár.

Við horfum til Kína þesssa dagana.