Gleðilegt ár !!!!!
Þann 5. desember síðastliðinn kynntum fyrir ykkur FirePro
slökkvibúnaðinn. Við erum nú komnir með nægar birgðir af FirePro slökkvibúnaðnum á lager og getum afgreitt
helstu stærðir eins og óskað er eftir.
Eins erum við komnir
með nýjar gerðir af festingum fyrir hitaþráðinn og við höfum í sumum tilfellum stytt þráðinn á FP8 gerðinni. Það
auðveldar lagningu hans.
Mikil umræða hefur verið vegna þess að við höfum bent á að FP8 sé fyrir
sjónvarpstæki að 21” stærð og FP20 fyrir tæki þaðan af stærri. Þrýstingur hefur verið vegna samkeppni og viljum við
því koma með eftirfarandi skýringar
FirePro búnaðurinn skiptist í heitan og kaldan búnað. FP8 er t.d. heitur
búnaður en FP20 er kaldur. Við upptendrun kemur þessi munur í ljós þar sem FP20 skemmir minna frá sér en FP8. Hugmyndin að baki þess
að segja að FP8 væri fyrir t.d. sjónvarpstæki allt að 21” var sú að með slökkvibúnaðunum væri hugsanlega líka
hægt að bjarga tækinu. Hérlend menning hvetur ekki til þess að tækinu sé bjargað heldur umhverfi og á grundvelli þess m.a. hefur
framleiðandi fallist á að nota FP8 fyrir stærri tæki en 21” en þó ekki stærri en 28”. Birgi okkar leggur verulega áherslu á
að ísetning/uppsetning sé gerð eftir kúnstarinnar reglum og t.d. við fyrstu uppsetningu á stærri búnaði mun koma
aðili frá þeim til að fylgjast með. Við erum ekki í prófunarhlutverkinu.
Eins og áður fáið þið einfaldar leiðbeiningar um ísetningu í sjónvörp
en leitið til okkar um frekari upplýsingar ef eitthvað vefst fyrir ykkur. Með pöntunum fáið þið að auki dagsetningar- og ísetningarmiða til
að líma á tækin svo vitað sé hver setur búnaðinn í tækið og að viðgerðaraðilar sem hugsanlega þurfa að eiga
við tæki viti af búnaðnum og fari eftir leiðbeiningum um umgengni við tækið.
FirePro slökkvibúnaðurinn er ekki aðeins fyrir sjónvörp, tölvur, þvottavélar, þurrkara heldur líka í
stærri tæki og rými.
Búnaðurinn er viðurkenndur af ýmsum aðilum. DBI (Danish Fire and Securing Technical Instution hefur
prófað búnaðinn og danska Siglingastofnunin hefur viðurkennt hann í vélarrými um borð í skipum allt að 24m. Gögn er verið að
leggja fyrir innlenda aðila eins og Brunamálastofnun og Siglingastofnun.