Í lok október fóru 5 íslenskir slökkviliðsmenn á námskeið í klippu-
og björgunartækni hjá ICET í Hollandi. Námskeiðið sem var tvískipt og stóð í 5 daga var sérstaklega sett upp fyrir þennan
íslenska hóp og þótti takast mjög vel. Þeir sem fóru til ICET að þessu sinni eru Friðrik Axel Þorsteinsson SHS, Rúnar Helgason
SHS, Sigurður Hólm Sæmundsson Slökkviliði Akureyrar, Haukur Ingimarsson og Sigurður Skarphéðinsson frá Brunavörnum Suðurnesja.
Þetta er í þriðja skipti sem Ólafur Gíslason & Co hf stendur straum af kostnaði
við að senda menn á námskeið hjá ICET og erum stoltir af því að geta komið að menntunarmálum greinarinnar með þessum
hætti. Við sóttum reyndar um styrk úr Námssjóði brunamála, en því miður sá sjóðsstjórnin sér ekki
fært að styrkja þetta framtak okkar, þó svo að í okkar huga sé þetta þekking sem nýtist öllum sem að
björgunamálum koma. Nú þegar er einn Íslendingur með kennararéttindi, en það er Friðrik Þorsteinsson. Þessi menntun hans
nýtist honum vel hjá SHS sem og hjá Brunamálastofnun, þar sem hann hefur verið einn aðalkennarinn á björgunartæki sem er vel
því stofnunin hefur ekki sýnt áhuga á að mennta menn í þessum fræðum. Við hjá Ólafi Gíslasyni & co hf
njótum einnig góðs af þessari þekkingu því við, einir seljenda björgunartækja bjóðum 1 dags námskeið endurgjaldslaust
með öllum tækjasettum sem við seljum. Hægt er að fræðast nánar um starfsemi ICET með því að smella á þessa
slóð www.icet.nl
Á fyrri part námskeiðsins var kennd aðkoma og fyrstu viðbrögð á slysstað,
meðhöndlun slasaðra, val á björgunar/sjúkrabúnaði og fleiri atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga við björgun slasaðra.
Ekki má sleppa því að nefna að farið var sérstaklega í björgun fólks úr stærri bifreiðum, (vörubílum og
hópferðabílum) og er það vel, því umferð slíkra bifreiða er alltaf að aukast. Helmingur tímans var notaður í verklega
þjálfun og helmingur í fræðilega þáttinn.
Seinni hluti námskeiðsins var í verkefnaformi og í beinu framhaldi af efni fyrri hlutans. Nemendurnir
settu á svið slys með hliðsjón af aðstæðum í heimabyggð, og komu með úrlausnir, svo sem aðkomu, fyrstu aðgerðir, völdu
tækjabúnað og verklag við að bjarga hinum slösuðu.
Það er á þeim fimmmenningum að heyra að þeir eru mjög ánægðir
með námskeiðin, Þeir segjast hafa lært mikið og að þeir geti tvímælalaust nýtt sér þessa auknu þekkingu bæði
við störf á slysstað og eins við þjálfun annarra. Það kom einnig fram hjá þeim að þeir vilja helst af öllu drífa sig
á framhaldsnámskeið hjá ICET og fara þá á kennaranámskeið. Eftir það námskeið er hægt að fá
viðurkennd alþjóðleg kennararéttindi í björgunarfræðum.
Túrinn var notaður í fleira en námskeið, því þeir félagar notuðu
tækifærið og fóru í heimsókn til höfuðstöðva ICET og leist vel á. Til upplýsinga þá er ICET viðurkennd
fræðslu og þjálfunarstofnun fyrir björgunarfólk, leiðbeinendur, og kennara í björgunarfræðum. Þar er hægt að komast
á margskonar námskeið og læra allt um björgun, hvort sem er fjallabjörgun, flugslysabjörgun, bílslysabjörgun og fl.
Einnig var farið í heimsókn til Holmatro og verksmiðjan skoðuð. Þar fengu menn að
skoða mjög tæknivædda verksmiðju og fylgjast með gæðaeftirliti þeirra. En það má nefna að hvert einasta tæki er
prófað áður en það fer út úr húsi. Holmatro björgunartækin þarf varla að kynna fyrir mönnum hérlendis
því eins og flestir sem að björgunarmálum koma vita, þá eru Holmatro björgunartæki lang algengustu björgunartæki á
Íslandi og í notkun hjá slökkviliðum og björgunarsveitum um allt land. Fræðist nánar um Holmatro á þessari slóð www.holmatro.com
Það er umhugsunarvert að þó að Holmatro björgunartæki séu lang algengustu
tækin hér á landi, hafi reynst vel og að notendur séu ánægðir með tækin, hefur Brunamálastofnun, sem sér að mestu um
kennslu og þjálfun manna í notkun slíkra tækja ekki sýnt neinn áhuga á að verða sér úti um Holmatro tæki. Í
mínum huga hlýtur að vera skynsamlegra að kenna notendum á búnað sem er nú þegar í notkun og líklegt að þeir menn sem
sækja námskeið hjá stofnuninni muni nota í framtíðinni. Fyrir ekki svo löngu síðan keypti stofnunin björgunartæki af
ákveðinni gerðog þótti ekki ástæða til að leita til annarra um samanburð á verði, gæðum eða útbreiðslu
hérlendis.
Benjamín Vilhelmsson