Neyðarhamrar og beltahnífar

Eins og við nefndum þá var það ætlun okkar að kynna nýjar vörur á lager hjá okkur.
Í vikunni fengum við inn á lager neyðarhamra og öryggisbeltahnífa í bifreiðar. Önnur gerðin er ætluð í stærri bifreiðar og rútur eða langferðabifreiðar eins og Stuðmenn báru svo mikla lotningu fyrir í myndinni "Með allt á hreinu". Hér eru frekari upplýsingar um þessar vörur.

Um leið viljum við vekja athygli á ýmsum vörum sem við erum með fyrir bifreiðar en upplýsingar um þær eru undir flipanum hér að ofan ÝMSAR VÖRUR.

Neyðarhamrar og beltahnífar

Neyðarhamrar í bifreiðar Neyðarhamar í festingu fyrir bifreiðar. Ætlaðir við neyðarútganga. Þessi gerð er sérstaklega ætluð í þær bifreiðar sem samkvæmt reglugerð skulu búnar slíkum hömrum. Hamrinum er smellt í festinguna.

371084 Neyðarhamar

Verð kr. 604

Neyðarhamar og beltahnífur í festingu fyrir bifreiðar. Í allar bifreiðar. Hamrinum er smellt í festinguna. Beltahnífurinn er neðst á handfangi.

371082 Neyðarhamar og beltahnífur

Verð kr. 940
 
RESQME Rúðubrjótur, bleltahnífur og lyklakippa.  ResQMe er lítill og festist á lyklakippu eða er lyklakippan. Yfir hnífnum sem er mjög beittur og úr sérhertu stáli er hlíf sem kippa þarf í burtu til að nota hnífinn. Rúðubrjóturinn er svarti hnappurinn sem þrýst er í hliðarrúðu eða afturrúðu sem molast samstundis. Við teljum að svona búnaður eigi að vera lyklakippa sérhvers, björgunarmanns og eins allra ökumanna.

350015 ResQMe Verð kr. 2.316