Hér sjást niðurstöður úr opnun útboðs Ríkiskaupa í 14 sjúkrabifreiðar fyrir Rauða
krossinn
Opnun útboðs Ríkiskaupa í 14 sjúkrabifreiðar fyrir Rauða krossinn.
Undirvagn |
Verð í kr. |
% |
Tilboðsgjafi |
Mismunur í kr. |
A Bifreiðar með sídrifi
|
|
|
|
|
VW Transporter |
5.520.425,00 |
0,00% |
MT- Bílar |
0 |
VW Profile Transporter |
5.538.875,00 |
0,33% |
Ó.G.& Co Ltd. Profile |
18.450 |
Fiat Ducato |
5.745.485,00 |
4,08% |
MT- Bílar |
225.060 |
VW T5 Sincro Diesel |
5.750.000,00 |
4,16% |
Hekla hf. |
229.575 |
Ford E-350 High Rise Ambulance TS2000 |
6.427.946,00 |
16,44% |
Tri Star Industries Ltd. |
907.521 |
B Bifreiðar með 4x2 drifi
|
|
|
|
|
Ford E-350 4x2 |
5.292.875,00 |
0,00% |
MT- Bílar |
0 |
Ford E-350 High Rise Ambulance TS2000 |
5.332.171,00 |
0,74% |
Tri Star Industries Ltd. |
39.296 |
MB Profile Sprinter |
5.728.370,00 |
8,23% |
Ó.G. & Co hf. Profile |
435.495 |
Sprinter MB |
5.743.225,00 |
8,51% |
MT- Bílar |
450.350 |
Ford E-350 4x2 |
5.907.597,00 |
11,61% |
IB hf. |
614.722 |
C Bifreiðar með 4x4 drifi
|
|
|
|
|
Ford E-350 High Rise Ambulance TS2000 |
6.007.020,00 |
0,00% |
Tri Star Industries Ltd. |
0 |
Sprinter MB |
6.064.240,00 |
0,95% |
MT- Bílar |
57.220 |
Ford E-350 4x4 |
6.510.560,00 |
8,38% |
MT- Bílar |
503.540 |
MB Profile Sprinter |
6.819.952,00 |
13,53% |
Ó.G. & Co hf. Profile |
812.932 |
Ford E-350 4x4 |
6.897.958,00 |
14,83% |
IB hf. |
890.938 |
Hér sjást niðurstöður úr opnun útboðsins en það má vera að villa hafi slæðst inn því
annað tilboð MT-Bíla var ekki opnað á fundinum þar sem opnendum yfirsást það (fulltrúi MT-Bíla var þó á staðnum). Barst
okkur það tilboð seinni part sama dags og var þar boðin Fiat Ducato sem C bifireið en aðeins 3 eintök en bjóða átti 4 eintök. Við
gerum fyrirspurn og var svarið að tilboðið hefði verið eins og að framan greinir. Við flokkuðum þessa bifreið í A flokk þar sem
þar var beðið um þrjár bifreiðar. Annað sem við vekjum athygli á er Tri Star Industrier en þeir buðu einnig í fyrra ótrúleg
verð en aldrei vissum við hvort eitthvað hefði verið athugavert við tilboð þeirra, hvort þeir hefðu ekki uppfyllt afgreiðslu skilmála
eða eitthvað annað. En verðið var lágt og eins nú.
Allar bifreiðarnar voru með nánast með sömu innréttingar og frágang nema A en í þeirri bifreið skulu vera tvær
hliðarhurðir og sú bifreið er minni og þarf af leiðandi minni innrétting. Mismunur milli B og C er aðeins sá að C bifreiðin er
fjórhjóladrifin. Kunnáttumenn ættu að skoða verðmun hér á milli því hann er bara nokkuð merkilegur.
Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þar sem lítill munur er milli lægstu tilboða. Staðreyndin er sú
að verðsamkeppnin í þessum útboðum er mikil og hörð og má segja að tilkoma m.a. okkar hafi orðið til þess að verð á
sjúkrabifreiðum í dag er langt frá því sem ætla mætti ef ekki væri þessi gríðalega samkeppni. Það geta þeir sem áhuga
hafa á skoðað frekar. Verð bifreiða er langtum lægra í dag en það var fyrir t.d. þremur árum. Að verð sjúkrabifreiðar skuli
vera um 6 milljónir. Það er ekki merkilegt í samanburði við aðrar bifreiðar.
Fróðlegt verður líka þar sem ströng fyrirmæli voru í útboðsgögnum að bifreiðarnar ættu að
uppfylla evrópustaðla en okkur er ekki kunnugt um að Ford E-350 uppfylli þá staðla og gera þurfi kostnaðarfrekar breytingar á þeim undirvögnum
svo þeir uppfylli staðlana. Ekki má gleyma því að þessir staðlar kveða líka á um öryggi þeirra sem vinna í
bifreiðunum.
Í tilboði okkar buðum við það allra besta og var hvergi dregið af í gæðum eða að uppfylla þær
kröfur og staðla sem krafist var. Umbjóðandi okkar er stærsti framleiðandi sjúkrabifreiða í Norður Evrópu og hefur verið duglegur við
að koma fram með hinar bestu nýjungar eins og breytt rennilegt byggingarlag, plastinnréttingar (formaðar og staðlaðar) og líklega fullkomnasta
rafmagnskerfið fyrir sjúkrabifreiðar. Heildartilboðsupphæð okkar var um 61 milljón.
M.a. buðum við öflugan breytir (inverter) en krafist var 1200W en við buðum 1500W. Tvö sérstæð rafmagnskerfi annað
fyrir undirvagn en hitt fyrir sjúkrarými. Tvö hleðslutæki 10 + 7 Amp en krafist var 15 Amp. Tryggir öruggt start.
Þriggjapunkta öryggisbelti sjálfstætt fyrir stólinn en ekki fest í vegg. Ný lausn. Auðveldar alla vinnu og eykur verulega
öryggi fyrir sjúkraflutningamanninn sem hefur verið nánast laus í tveggja punkta belti.
SUPERLED blá ljós sem nota minna rafmagn, spara orku, sjást betur í dagsbirtu og endingartími aðeins 100.000 klst.
Síðast en ekki síst bjóðum við frá virtum fjöldaframleiðanda á sjúkrabifreiðum sem uppfyllir alla
staðla og kröfum varðandi framleiðsluna. Sem dæmi má nefna að Mercedes Bens og Volkswagen kaupa tilbúnar sjúkrabifreiðar frá þeim. Til
marks um stærð þeirra þá er í eigu þeirra þrjú fyrirtæki í Svíþjóð, Bretland og Eistlandi. Að auki eiga þeir hlut
í fyrirtæki í Þýskalandi og Lettlandi. Öll þau fyrirtæki framleiða hluti fyrir sjúkrabifreiðar eða sjúkrabifreiðar.
Framleiðslan er um 300 sjúkrabifreiðar á ári. Unnið er eftir ISO 9001
gæðakerfi.