Nú í janúar fengu Brunavarnir Suðurnesja

Nú í janúar fengu Brunavarnir Suðurnesja fyrsta SweFan yfirþrýstingsblásara með öllum fylgibúnaði eins og hurðaropsbarka, froðubúnað og plastslöngu. 

SweFan blásarinn afkastar 31.000 m3/klst. eða 8,6m3/sek. Mótor er af Hondu gerð GX200 6,5 hestöfl. Spaðarnir eru beltadrifnir frá mótor. Þvermál er 24” á trefjaplastspöðum en þeir eru 10 talsins. Blásarinn er á hjólum í grind sem er stillanleg í mismunandi hæð. Fætur eru úr ryðfríu stáli. Hæðin er 530mm, lengd 700mm og breidd 790mm. Þyngd 40 kg. 

SweFan blásarinn er árangur samvinnu Dafo Brand og sænsku björgunarþjónustunnar (Svensk Räddningstjänst) en samstarfið hófst 1993 og hefur þróunarvinnan tekið tillit til breyttra aðstæðna frá þeim tíma. 

Við blásarann er hægt að fá útblástursslöngu úr stáli 5 m. langa. Þar sem fætur eru stillanlegar er hægt að koma blásara fyrir í tröppum. Útdraganlegt handfang er notað til að færa blásarann úr stað.

Froðubúnaðurinn er tiltölulega einfaldur. Við blásarann er settur froðubúnaður sem vegur um 9 kg. Froðustilling er 300 til 800 og Froðumagn er 60 til 160 m3/klst. Þvermál er 630mm. Plastslangan sem froðan fer um er 796 mm í þvermál og til í lengdum að 100 m.


Sjá nánar heimasíðu Brunavarna Suðurnesja

pdf skjal