Nú styttist í slökkvibifreið fyrir Héraðið og flugvöllinn á Egilsstöðum

Okkur voru að berast myndir sem teknar voru fyrri part síðustu viku af slökkvibifreið Brunavarna á Héraði og Flugmálastjórnar. Trefjaplastyfirbygging

Nú styttist í að hún verði tilbúin. Við erum aðeins á eftir áætlun en bifreiðin er glæsileg og verður enn glæsilegri þegar smíði lýkur.


Lágt liggjandi yfirbygging

Eins og sést þá er undirvagn af Scania gerð 6 x 6 en hún er sjálfskipt með áhafnarhúsi fyrir allt að sex menn. Dæla er af gerðinni Ruberg R40/2.5 4.000 l. há og lágþrýst með froðubúnaði.

Sjáið nýju ljósin


Vatnstankur tekur 6.100 l. og froðutankur 610 l. Úðabyssurnar eru af gerðinni Akron Brass 2.500 l/mín. og 800 til 1.000 l/mín. Duftkúla tekur minnst 100 kg.

Á bifreiðinni verður ljósamastur  3 x 500 W og rafall frá vél. Stigi á þaki og fleira og fleira.




Glæsilegur


Bifreiðin er smíðuð í Póllandi af ISS-Wawrzaszek eins og allar þær nýjar slökkvibifreiðar sem seldar hafa verið til landsins í ár.