Nú styttist í WISS björgunar- og reykköfunartækjagáma fyrir SHS

Innan skamms koma þrír gámar fyrir SHS sem byggðir hafa verið í Póllandi. Við tókum þátt i útboð á vormánuðm og vorum þar langlægstir með þrjá slíka gáma. Gámarnir fara samkvæmt síðustu upplýsingum til skips í byrjun næstu viku. Wiss Reykköfunartækjagámur


Einn gámur er fyrir reykköfunartæki og er um leið vinnustofa þar sem hægt verður að hlaða tæki og afgreiða út tæki til slökkviliðmanna á vettvangi. Gámurinn á í framtíðinni að vera tengdur um hurðarop á slökkvistöðinni i Skógarhlíð.





Séð inn í reykköfunartækjagáminn


Gámurinn er með tveimur hurðum í annan endann en á hlið er ein tvískipt hurð. Á veggjum eru festingar fyrir reykköfunartæki og einnig er borð til að vinna við, vaskur og vatn sem kemur úr brúsa. Skápar með hliðum. Ljós í loftum og gámurinn er upphitaður með rafmagnsblásara. Ljósamastur 2 x 1000W loftdrifið og snúanlegt í allar áttir.



Hér má sjá tvískiptu hurðina á annarri hliðinni á reykköfunartækjagámnum


Tveir gámanna eru svo fyrir Trelltent tjöldin (uppblásnu), Trelltent skoltjöldin og annan búnað sem SHS fékk hjá okkur síðastliðið haust. Nokkur fyrirferð og þyngd er í þeim búnaði svo sérstakar trillur þarf ásamt sliskjum og keyra megi upp í og út úr gámunum.




Wiss spilliefnagámur með aðstöðu til að fara í og úr eiturefnabúningum





Annar þeirra gáma er með hlera sem lyft er upp og niðurfellanlegan pall en þar er tjaldað tjaldi utan um og þar geta eiturefnakafarar klæðst búningum sínum.





Reykköfunartækjagámurinn að framanverðu


Gámarnir eru með rennihurðir og þar fyrir innan sliskjur svo keyra megi búnað inn og út úr gámunum. Eins eru hjólatrillur fyrir tjöldin og annan þungan búnað. Mikið af geymslum og hirslum eru útdraganlegar á sleðum.






Björgunartækjagámurinn, þrjár hurðir á hvorri hlið



Allir eru gámarnir með ljósamastur með 2 x 1000W ljóskösturum og er mastrið jafnframt loftdrifið með loftkút og pressu. Einnig eru þeir upphitaðir með rafmagnsblásurum. Ljós í loftum.





Eiturefnakafara gámurinn séð frá hlið. Hér sést í rafstöð



Í einum gámana þ.e. þeim sem er fyrir eiturefnakafarana er öflug ljósavél 7 kW. á sleða. Gámarnir eru einangraðir og klæddir í hólf og gólf. Gólf klædd álplötum.







Hér má sjá hluta af útdraganlegum hillum

Björgunartækjagámurinn að framan

Björgunartækjagámurinn frá vinstri hlið

Björgunartækjagámur frá vinstri hlið