Ný Emde kolsýruáfyllingarvél hjá okkur

Við höfum átt í vandræðum með kolsýruáfyllingarvélina okkar um nokkurt skeið og höfum ákveðið að senda hana til framleiðanda til viðgerðar, en á meðan getum við eingöngu fyllt á tæki, en ekki patrónur.
Til að þjónusta viðskiptavini okkar keyptum við einfaldari vél til áfyllingar, en hún getur ekki fyllt á patrónur eins og hin vélin okkar. Sú vél verður til sölu á góðu verði, þegar við fáum gömlu vélina til okkar á ný. Hér að neðan er mynd af vélinni. Hjólið sem sést er til að herða slöngu að stút tækisins og vinnur þannig, að þegar það er losað frá lokar það fyrir kolsýruna, sem eftir er í slöngunni.



Við heimsóttum Fritz Emde á sýningunni Rauða hananum, en við þá höfum við átt viðskipti í tugi ára og flestar vélar fyrir slökkvitækjaþjónustur hérlendis eru frá þeim. Hér getur að líta nokkrar myndir af vélum á sýningunni, en hér er líka heildarbæklingur yfir búnað frá þeim.

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....