Nú nýverið fékk AVINOR Rosenbauer Panther 6x6 á flugvöllin í Kristjansand - Kjevik.
Nú nýverið fékk AVINOR Rosenbauer Panther 6x6 á flugvöllin í Kristjansand - Kjevik, . Slökkvibifreiðin er af nýjustu gerð frá Rosenbauer en Rosenbauer hefur undanfarið afhent á þó nokkra flugvelli í Noregi Panter flugvallaslökkvibifreiðar. Egenes Brannteknikk AS er umboðsaðili Rosenbauer í Noregi og sér um viðhald og þjónustu við bifreiðarnar.
Í slökkvibifreiðinni er 12500 lítra vatnstankur, 1500 lítra froðutankur og 250 kg duftkúla. 705 hestafla Euro 5 Caterpillar vél og Twin Disc sjálfskiptur girkassi. Slökkvidælan skilar 6500 lítrum á mínútu.
Bifreiðin er búin Rosenbauer slökkvibúnaði, stýrikerfi, öflugri slökkvidælu, sjálfvirku froðublöndunarkerfi, rafstýrðum vatns og froðubyssum á þaki og að framan, hitamyndavél og vökvadrifnu samleggjandi ljósamastri með díóðuljósum.
Bifreiðin er að öllu leyti byggð af Rosenbauer einnig undirvagninn. Stýrikerfið er stafrænt rafeinda CAN-bus kerfi.
Bílstjóri situr fyrir miðju og hefur gott aðgengi og yfirsýn yfir stjórnkerfi en einnig eru stólar fyrir 4 aðra í áhafnarhúsi.
Viðskiptavinur: Oslo Lufthavn - OSL
Gerð: Rosenbauer Panther 6x6 CA Euro 5
Undirvagn: Rosenbauer Motors 36.705 4x4, 705 hk Caterpillar vél, Twin Disc sjálfskipting
Hröðun: 0-80 km/klst. á 27 sek
Hámarkshraði: um 115 km/klst.
Ökumannshús: Rosenbauer öryggishús (ECE R29) fyrir ökumann og 4 í reykkafarastólum
Yfirbygging: Rosenbauer Modulkerfi
Vatntankur: Trefjaplast 12 500 lítra
Froðutankur: Trefjaplast 1 500 lítra
Dæla: Rosenbauer R600, 6000 l/mín við 10 bar, miðskips, knúin af Twin Disc Power skipti
Froðublöndunarkerfi: Rosenbauer Foamatic RVME 500
Úðabyssur: Rosenbauer RM60C á þaki ökumannshúss Rafstýrð (CAN-bus stýring), Rosenbauer RM15E rafstýrð að framan
Hitamyndavél: FLIR myndavél á úðabyssu að framan með LCD skjá á mælaborði til aksturs í þoku
Ljósamastur: Rosenbauer Flexi-Light ljósamastur með 8 stk. díóðuljósum með þráðlausri stýringu
.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki..... |