Ný flugvallaslökkvibifreið á flugvöllin í Moss

Á flugvöllin í Moss í Noregi er komin ný glæsileg flugvallaslökkvibifreið frá Egenes Brannteknikk AS af gerðinni Rosenbauer Panther 6x6. Fleiri Pantherar eru væntanlegir á flugvellina hjá frændum okkar á hinum Norðurlöndunum. Glæsilegur vagn og auðvita spenna menn beltin.



Slökkvibifreiðin uppfyllir kröfur ICAOS á vellinum í Moss. Bifreiðin er afar fullkomin með öfluga brunadælu, sjálfvirkt froðukerfi, rafstýrðar úðabyssur á þaki og að framan. Bifreiðin er byggð af Rosenbauer þ.e. ekki bara yfirbygging og búnaður heldur undirvagn líka. Rafkerfi og búnaður byggist á CAN-bus rafkerfinu. Einfaldar og auðveldar alla byggingu bifreiðarinnar ásamt viðhaldi og eftirliti búnaðar.

Allur stjórnbúnaður er miðsvæðis fyrir ökumanninn en ásamt honum er pláss fyrir þrjá aðra í ökumannshúsi.



Frekari tækniupplýsingar.

Viðskiptavinur: Moss Flugvöllur - Rygge
Gerð: Rosenbauer Panther 6x6
Undirvagn: Rosenbauer Motors 36.705 4x4, 705 hö Caterpillarvél, Twin Disc sjálfskipting
Hröðun: 0-80 km/klst á 27 sek
Hámarkshraði: ca. 115 km/klst
Ökumannshús: Rosenbauer öryggishús (ECE R29) fyrir ökumann og þrjá aðra í reykkafarstólum
Yfirbygging: Rosenbauer einingarkerfi
Vatnstankur: Trefjaplast 12 500 lítra
Froðutankur: Trefjaplast 1 500 lítra
Brunadæla: Rosenbauer R600, 5000 l/mín við 11 bar, miðskips, knúin af Twin Disc aflskipti
Froðublandari: Rosenbauer Foamatic RVMA 500
Úðabyssur: Rosenbauer RM60E rafstýrður á þaki, Rosenbauer RM15E rafstýrður á framan
Slökkviduft: PLA 250 - 250 kg duftslökkvikerfi







Myndir og upplýsingar teknar af heimasíðu Egenes AS í Noregi