Við leitum leiða til að geta boðið slökkviliðum vandaðan búnað og tæki á lægra verði og viljum nú kynna nýja gerð
í hjálmaflóruna okkar. Hingað til okkar eru komin sýnishorn.
Við tókum til prufu tvær gerðir og er nokkur verðmunur milli þessara gerða. Báðar gerðirnar eru viðurkenndar samkvæmt EN443 en sá
dýrari fylgir EN443-2008. Allar upplýsingar eru inni á hjálmasíðunni okkar en við erum að endurbæta hana með greinabetri
upplýsingum.
PAB FIRE 03 hjálmur (Vnr. 330014) er hágæða hjálmur sem uppfyllir EN443-1997 og EN166. Sérlega vel hannaður hjálmur sem ver einstaklega vel
höfuð, eyru og háls. Glært hlífðarglerið er sérlega vítt svo andlitsvörn sé sinnt fullkomlega þótt menn séu
með reykgrímu. Hnakkahlíf er úr leðri. Hitaþol 140°C/30mín. 250°C/15mín. Hjálmurinn vegur 1350gr. Aukahlutir eru hnakkahlíf
úr koltrefjum, ljósahaldari (3 gerðir) og reyklitað gler. Litir fáanlegir eru rauður, gulur, hvítur og gulgrænn/sjálflýsandi.
PAB FIRE 04 HT hjálmur (Vnr. 330015) er ný gerð hjálma sem uppfyllir EN443-2008 og EN166. Sérlega vel hannaður hjálmur sem ver einstaklega vel
höfuð, eyru og háls. Glært hlífðarglerið er sérlega vítt svo andlitsvörn sé sinnt fullkomlega þótt menn séu
með reykgrímu. Hitaþol 250°C/30mín. Flash 1000°C/10sek. Hjálmurinn vegur aðeins 1350gr.m. hnakkahlíf. Aukahlutir fáanlegir er
hnakkahlíf úr koltrefjum, festiólar f. maska, ljósahaldari (3 gerðir) og reyklitað gler. Litir rauður, gulur, hvítur og
gulgrænn/sjálflýsandi.
Upplýsingar PAB04
Bæklingur
.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar,
fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....