Ný slökkvibifreið vígð á Egilsstaðaflugvelli

Fimmtudaginn 1. mars var ný slökkvibifreið vígð á Egilsstaðarflugvelli. Við leyfum okkur að taka frétt af vefsíðu Flugstoða ohf. um atburðinn en því miður vegna flutninga fyrirtækisins gátum við ómögulega komið því við að vera viðstaddir og þótti það leitt en við höfum ávallt verið viðstaddir þær gleði og ánægjustundir þegar ný slökkvibifreið frá okkur er formlega tekin í notkun.

Í fréttinni segir eftirfarandi.

Bifreiðin er sameign Flugstoða ohf. og Brunavarna á Héraði og verður hún að jafnaði staðsett á Egilsstaðarflugvelli, en getur sinnt almennum útköllum á Héraði enda er slökkvistöð Brunavarna Héraðs einnig staðsett við flugvöllinn.

Nýja bifreiðin verður annarsvegar viðbragðsslökkvibifreið á Egilsstaðarflugvelli, vegna flugumferðar og fellur því inn í alla staðla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar og hinsvegar bifreið til almennra slökkvistarfa ss. húsabruna á Héraði og því nauðsynlegt að bifreiðin hafi mikla drifgetu vegna ófærðar í víðfeðmu þjónustusvæði.  Hér er því um að ræða slökkvibifreið sem þjónar tveimur nokkuð ólíkum þáttum slökkvistarfs þar sem annarsvegar er krafist mikillar viðbragðssnerpu og öflugri vatnslosun flugvallarslökkvibíls og drifmikilli bifreið með miklu og haganlega fyrirkomnu skápa- og geymsluplássi alhliða slökkvibifreiðar.

Bifreiðin sem er af gerðinni M.A.N. er framleidd í Póllandi og er einn tæknivæddasti slökkvibíll hér á landi. (Athugasemd okkar!! Hér er villa á ferðinni því bifreiðin er af Scania gerð).

Rekja má samstarf um rekstur slökkvibifreiðar til ársins 1993.  Samstarfssamningur milli Flugmálastjórnar (nú Flugstoða) og Brunavarna á Héraði var síðan undirritaður í september 1997.

ISS-FLF 6100/610 slökkvibifreið

Á vefsíðu Flugstoða erum einig myndir sem skoða má hér og hér eru allar upplýsingar um bifreiðina.

Hjartanlega til hamingju með þessa glæsilegu slökkvibifreið. Enn og aftur kemur í ljós frábær hönnun og smíði Wawraszek í Póllandi. Þær eru nú sjö bifreiðarnar frá þeim hér á landi og í farvatninu eru fimm.