Vatnsúðatæki henta vel í umhverfi sem illa þola slökkviefni í froðu eða duftformi. Skjalavarsla, skrifstofur, eldhús og matvælameðhöndlun eru dæmi um slík umhverfi. Tilvalið er líka að hafa eitt slíkt nálægt útigrillinu. Stóri kosturinn við vatnsúðatæki er að þau skilja ekki eftir efni sem þrífa þarf eftir notkun, því þau nota bara vatn. Þannig lágmarka þau líka skemmdir og þrif.
Þau eru til notkunar aðallega á A elda og F elda. Vatnsúða slökkvibúnaður, er ný tegund slökkvitækja sem taka vel á almennum eldum. Þessi slökkvitæki eru fyrstu slökkvitækin sem geta brugðist við almennum eldum sem og steikarolíu eldum sem mjög erfitt er að slökkva. Djúpsteikingarpottar þurfa núna eldvarnarteppi eða sérefna slökkvitæki til að takast á við þannig elda. Þar af leiðandi enda heimili eða fagleg eldhús með að minnsta kosti tvær tegundir slökkvitækja, en nú geta þau notað eina tegund slökkvitækja - vatnsúða. Skrifstofur, almennar byggingar, verksmiðjur, veitingahús o.fl. munu augljóslega njóta góðs af þessari nýju tækni. Einfaldleiki vatnsúða slökkvitækisins og sú staðreynd að eitt slökkvitæki tæklar hætturnar dregur einnig úr kostnaði sem og við slökkvitækjaþjálfun. Vatnsúðinn sér til þess að mynda rými milli notandans og hitans, kæfir eldinn og kælir umhverfið. Tækin eru hlaðin með vatni og köfnunarefni er þrýstigjafinn.
Hér er myndskeið sem sýnir mun á notkun vatnsúða- og duftslökkvitækjum á heimili: https://www.youtube.com/watch?v=WTG8frusJVo
Hér má sjá myndskeið um notkun vatnsúða slökkvitækja á ýmsar tegundir elda: Myndband.
Við eigum til vatnsúða slökkvitæki í 6 lítra útfærslu. Sjá vefverslun hér: https://www.oger.is/is/vefverslun/slokkvitaeki/6-litra-vatnsuda-slokkvitaeki
Hafið samband við okkur fyrir meiri upplýsingar í síma 568 4800 eða í tölvupósti oger@oger.is eða í gegnum Facebook.