Ný úðabyssa (Monitor)

Nýja úðabyssan sem við bjóðum er  á sérstöku kynningarverði.
Í nýju SHS slökkvibifreiðina er verið að setja úðabyssu af Castek 622-2 gerð. Okkur líst afskaplega vel á þessa gerð en áður seldum við úðabyssur af Unifire Gigant gerð en framleiðslu þeirra hefur verið hætt. Nokkrar slíkar byssur eru hjá slökkviliðum um landið og má þar nefna SHS, Landhelgisgæslu, Áburðarverksmiðjuna, hafsögubát Reykjavíkurhafnar, slökkvilið Hornafjarðar ofl.
Staðreyndin er sú að slíkar byssur vantar hjá mörgum slökkvliðum. Nokkur slökkvilið hafa byssur á þaki slökkvibifreiða. Yfirleitt er ekki hægt að fjarlægja þær og setja á jörðina. Stundum er þörf á því ef ekker hægt að hafa slökkvibifreið nálagt brunastað.



Þessi gerð sem varð fyrir valinu í nýju slökkvibifreið SHS er af 622-2 gerð en inntök eru tvö 2 ½” en hægt er að fá þessa gerð einu inntaki 4” eða 5”. Fætur eru samfellanlegir ofg fer þá lítið fyrir byssunni og vegur hún aðeins um 25 kg.

Afköst geta verið mismunandi en fara eftir því hvaða gerð af úðastút er valin. Sú gerð sem við mælum með er sjálfvirk og skilar 1.135 til 3.785 l/mín. Fleiri gerðir af stútum eru til sem eru stillanlegir bæði á meðan á slökkvistarfi stendur eða áður. Til er t.d. gerð sem skipt er um stilliplötur í og skilar stútur þá stöðugt sama vatnsmagni eða þá önnur gerð sem er stillanleg í 1.900-2.900-3.800-4.800 l/mín.


 

Í júní bjóðum við þessa úðabyssu með 20% afslætti en verð er að okkar mati mjög hagstætt miðað við aðra framleiðendur sambærilegs búnaðar. Þessi sami framleiðandi býður einnig aðrar gerðir af úðabyssum á þak slökkibifreiða, sjálfsnúandi byssur, háþrýstistúta, froðutrektar, greinisykki, safnstykki, sjálfvirka og stillanlega úðastúta ofl. Vinsamlegast hafið samband ef þið hafið áhuga.