Nýir verðlistar

Við vorum að póstleggja til endurseljenda okkar nýjan verðlista yfir eldvarnavörur.
Eins og við má búast hafa verð breyst undanfarið og óþarft að tiltaka hvers vegna. Það ætti að vera öllum ljóst. Við höfum reynt eins og mögulegt er að gæta hófs, en markmið okkar er einfalt það er að geta þjónustað trygga viðskiptavini okkar.

Nú styttist í jól og eins og undanfarin ár má gera ráð fyrir, að það verði lögð frekari áhersla á sölu á eldvarnavörum.

Við viljum því biðja þá, sem ætla sér í eldvarnaátak og gera kannski eitthvað meira, en venjulega og vilja vinna með okkur, að hafa samband sem fyrst svo við getum átt nægar vörur í verkefnið.

Leiðin okkar að eldvarnavörunum hefur lengst svo við verðum að hafa góðan fyrirvara.

Um leið ákváðum við lagerhreinsun á ýmsum eldvarnavörum og ljósum. Skoðið meðfylgjandi bréf en þar er talið upp það sem fer í hreinsunareldinn að þessu sinni.

Bréfið fór út samkvæmt póstlista okkar, en vera má að það berist ekki öllum og biðjum við þá sem ekki hafa séð bréfið og listann, á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku og hafa áhuga á, að hafa samband við okkur og við sendum þá lista um hæl.


.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....