Nýjar gerðir aðvörunarskilta

Fyrir stuttu var viðtal við sviðstjóra SHS m.a. vegna geymslu á hættulegum efnum, en litlar sem engar merkingar eru þar sem hættuleg efni eru geymd. Við höfum ekki verið með sérstakt úrval af slíkum merkjum, en höfum bætt úr og viljum gera meira til að bæta aðstæður fyrir þá sem þurfa að sinna uppákomum og/eða slysum vegna slíkra efna.
Við höfum verið með eina gerð, þar sem aðvarað er vegna ætandi efna, en bættum við skiltum og öll eru þau af sömu stærð þ.e. 150x200mm. Þessi skilti vara við eldfimum vökvum, eldfimum efnum og eldfimum lofttegundum.

Nýju skiltin eru væntanleg og geta þess vegna verið hér fyrir jól, en ef ekki þá strax á nýju ári. Hér eru upplýsingar um þær gerðir, sem við erum alloftast með á lager, en hér er heimasíða birgja okkar Jalite, þar sem upp eru talin flest öll merki, sem þeir framleiða. Neðarlega á síðunni eru gular blaðsíður, en þar eru gul aðvörunarmerki talin upp. Minnsta mál er fyrir okkur að panta þau merki með íslenskum texta þurfi það.

Koma má í veg fyrir slys og auðvelda björgunarstörf með góðum merkingum, en þá þurfa þau að vera til og þekking á hvað skal merkja og hvernig.




.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....