Nýjar gerðir af slökkvifroðu og léttvatni

Komin er fyrsta sendingin af nýjum gerðum af þung, milli og létt froðu (HMLF) og léttvatni (AFFF) á ágætu verði. Einnig fengum við í sömu sendingu A slökkvifroðu 0,1%.


Við höfum verið að leita fyrir okkur að slökkviefnum fyrir slökkviliðin á betra verði en við höfum áður geta boðið.

Staðreyndin er sú að stór partur þeirra slökkviefna, sem keypt eru í Evrópu koma lengra að og því sjálfsagt að leita lengra. Flutningskostnaður er mjög svipaður, þar sem innanlandsflutnings- kostnaður á meginlandinu hefur hækkað verulega.

Við völdum að flytja inn til að byrja með svokallaða HMLF slökkvifroðu sem er 3%, frostþolin og er svo kölluð alhliða slökkvifroða þ.e. hegðar sér eins og þung, milli eða léttfroða allt eftir tækjunum sem hún er notuð í. Nota má hana líka samhliða slökkvidufti.

Hér má lesa frekar um þessa gerð.





Við erum með frá sama aðila AFFF 3 3% léttvatn sem er í dag á um 20% lægra verði en þær gerðir sem fyrir eru. HMLF gerðin er á svipuðu verði og millifroða.