Nýjar klippur frá Holmatro

Bifreiðaframleiðendur auka endalaust styrk burðarbita og yfirbygginga í framleiðslu sinni. Við þessu þurfa framleiðendur björgunartækja að bregðast og Holmatro kemur nú með á markað öflugri klippur sem nefnast CU4055 NCT II
CU4055 NCT II
Klippurnar klippa með 103,8 tonna afli og opnast um 202 mm. Opnunin er aukin til að ná utan um sífellt þykkari bita.

Þyngdin er 19,6 kg. þ.e. ef Core slanga (einnar slöngu kerfið) er tengd, en ef gamla tengikerfið er notað vega klippurnar 20,7 kg. Hægt er að klippa 41mm járnstöng.


Til samanburðar má geta þess, að öflugustu klippurnar fram að þessari gerð eða CU4050 NCT II opnast um 181 mm og klippa með 95 tonna afli. Þá gerð eiga þó nokkur slökkvilið hér.

CU4055 NCT II í notkun
CU4055 NCT II er flokkuð með seinni kynslóðinni, eins og nafnið ber með sér NCT (New Car Technology II) og af 4000 gerðinni. Sama byggingarlag eða lögun er á þessum klippum og á öðrum af sömu kynslóð.

Það einkennir þessar gerðir m.a. U lögun blaða, til að geta náð utan um og klippt við erfiðustu aðstæður. Blöðin draga það sem klippa á, inn á þann hluta blaðanna þar sem mesta klippiaflið er.

Hjámiðja blaðanna er I-Boltinn, sem er með flatan haus og auðveldar því allt aðgengi frekar en eldri gerðir, með ró og bolta.

LED ljós eru í handfangi eins og í fyrri 4000 gerðum og einnar slöngu kerfið er í þessari 4000 gerð.

CU4055 NCT II klippurnar eru einu klippurnar á markaðnum með NCT II blöðunum sem er með hámarks opnun yfir 200 mm.

CU4055 NCT II klippurnar eru einu klippurnar á markaðnum með NCT II blöðunum sem er með hámarks opnun yfir 200 mm. og með klippiafl yfir 102 tonnum (1000 kN).


CU4055 NCT II í notkun