Fyrir stuttu síðan sendum við á björgunarsveitir og slökkvilið upplýsingar um nýjar gerðir af sjúkratöskum og
annan búnað fyrir slökkvi- og sjúkralið. Sýnishorn eru nú komin og við bjóðum áhugasömum innan sveitanna að koma og skoða
og aðstoða okkur við að velja réttar gerðir.
Við eigum svo í maí væntanlegan ýmsan búnað eins og sjúkrabörur, börur til hífingar, ketvesti, skröpur ofl.ofl. Allt mjög
áhugavert. Vandaður búnaður á hlægilega lágu verði. Búnaðurinn er m.a seldur til Ameríku og eins til meginlandsins.
Það er reynsla okkar að allur búnaður fyrir slökkvi og sjúkralið og björgunarsveitir er dýr. Hér er annað í boði. Hér
er framleiðandi á búnaði og milliliðalaus viðskipti. Einn ókosturinn sem komið er að við erum ekki komin með sýnishorn af öllu
því sem við höfum áhuga á en það verður í mars komandi. Hinn ókosturinn er að afgreiðslutími til að geta
boðið þessi verð getur verið allt að tveir mánuðir. En verðið er ávinningur.
Með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan fáið þið upp lista með áætluðum verðum. Verðin eru án
VSK. og miðast við gengi USD 127,00
Hér má lesa bréfið sem sent var á ýmsar
björgunarsveitir.
Ef einhver slökkvilið eða björgunarsveitir sem ekki hafa fengið bréf en hafa áhuga á að fá bréf
ásamt ofangreindum upplýsingum og gefa umsögn vinsamlegast sendið beiðni á netfangið oger@oger.is
.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar,
fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....