Nýjir hjálmar frá Kaliskie

Við höfum fengið sýnishorn af tveimur nýjum gerðum af Calisia hlífðarhjálmum. Önnur gerðin tekur við af AK06/1000 gerðinni sem við höfum selt undanfarin 4 ár.

Við höfum fengið sýnishorn af tveimur nýjum gerðum af Calisia hlífðarhjálmum. Önnur gerðin tekur við af AK06/2009 gerðinni sem við höfum selt undanfarin 4 ár. Fyrsta sendingin væntanleg innan fárra daga.

Calisia Vulcan CV102 hlífðarhjálmur Calisia Vulcan CV102 hlífðarhjálmur
Calisia Tytan Hot hlífðarhjálmur Calisia Tytan Hot hlífðarhjálmur


Calisia Vulcan CV 102 hjálmar m/hlífðargleri og gleraugum:
Hlífðarhjálmur sem uppfyllir staðal EN443:2008. Höfuðband er stillt með hnappi innan í hjálminum, Stærðarsvið er 54 til 62 sm. og aðeins ein stærð. Eins fáanlegt 51 til 65 sm.  Innri stillingar á hæð og fjarlægð frá öryggisgleri.  Öryggisglerið er húðað með rispuvörn að utanverðu og móðuvörn að innan. Efna og hitavörn.  Slökun er á hökubandi (Nomex). Hjálmurinn vegur aðeins 1570gr.. Hitaþol: Samkvæmt staðli 90°C/15mín. og í kjölfarið leiftur logar 950°C +/-50°C.

Aukahlutir: Hnakkahlíf, ólar f.maska, festingar fyrir ljós og stilling á gleraugum.Litir: Gulur, rauður, blár, svartur, hvítur, appelsínugulur, grænn, sjálflýsandi og krómaður.

Calisia Tytan Hot 101 hjálmar:
Uppfyllir EN397:1995 (öryggishjálmur), EN12492:2000 (Klifurhjálmur), EN442:1997 (slökkvilið - logavörn), EN443:2008 (efnavörn). Fyrir höfuðstærð 52 - 66 sm og vegur 675gr. eftir því hvaða útfærsla er valin. Með loftræstiraufum. Hjálmar þessir eru m.a. fyrir björgunarsveitir, slökkvilið, ýmsan iðnað og frístundahópa svo sem í hellaskoðun eða klettaklifur.

Aukahlutir: Gleraugu, eyrnahlífar, hlífðargler, hnakkahlíf, festingar fyrir reykmaska, ljós og hnakkahlíf.
Litir: Hvítur, blár, rauður, gulur, svartur, appelsínugulur, grár og gulgrænn/sjálfsýsandi.

Calisia Vulkan CV 102 bæklingur - bæklingur

Calisia Tytan Hot 101 bæklingur

 

......Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki......