Fyrir nokkru vorum við að afgreiða frá okkur nýju Holmatro lyftipúðana til slökkviliðs á Suðurlandi. Fyrir valinu urðu 5 púðar af mismunandi særðum og getu HLB11, HLB21 (2 stk.), HLB31 og HLB38 ásamt stjórnborðssetti ACS12.
Nýjar gerðir af Holmatro lyftipúðum 12 bör í stað 8 bör. Öflugri, minni um sig og ýmsar nýjungar sem auðvelda notkun. Ný stjórntæki, slöngur og tengi. Hér eru upplýsingar um búnaðinn af heimasíðu Holmatro.
50% Meiri lyftigeta
Nýju Holmatro lyftipúðarnir vinna á 12 bara loftþrýstingi í stað 8 bara sem gefur 50% meiri lyftigetu. Ný endurhönnuð stjórntæki sem ráða við meiri þrýsting, eru öruggari með nýrri gerð af tengingu við loftslöngur. Allt til að auka öryggi og bæta vinnuaðstæður.
Einfalt að handleika
Á nýju lyftipúðunum eru handföng sem auðvelda mjög að koma púðunum fyrir. Allar upplýsingar um lyftigetu ásamt lyftihæð eru áprentaðar á púðana svo auðvelt er að velja réttu gerðina.
Auðvelt að koma fyrir
Ýmsar merkingar eru til að auðvelda staðsetningu púðanna. Á köntum eru stýrikubbar til að smeygja púðunum undir þar sem eru þröngar aðstæður. Eins eru möguleikar á að setja lyftiaugu í kanta. Lýsandi merkingar og eins upphleypt miðja til að auðvelda að setja saman fleiri en eina stærð.
Nákvæm stýring á loftflæði
Stýrirofar fyrir loft eru veltirofar sem eru mjög nákvæmir bæði við hækkun og lækkun. Hækkun eða lækkun stoppar um leið og veltirofa er sleppt. Tvöfalt öryggi er á slöngutengjum. Fyrst er því snúið og þá losnar loft og síðan er snúið á ný og þá er tengið laust.
Hámarks öryggi
Yfirborð púðanna er mjög stammt en það auðveldar stöðuleika þegar fleiri eru notaðir saman. Eins er upphleypt miðja til að skorða púða betur saman. Til að auka öryggi eru lofttengin losuð eða fest með tveimur handtökum. Fyrst er það losað til að sleppa út þrýstingi sem er í slöngum og svo alveg.
Auðvelt að sjá
Á púðunum eru sjálflýsandi merkingar svo auðvelt er að sjá í myrkri. Eins eru mælarnir í stjórnborði upplýstir með díóðuljósum.
Ef þið hafið áhuga að panta eða frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.