Nýjung í reykskynjurum: WiFi þráðlaus reykskynjari sem sendir þér boð.

Nú erum við komin með nýjan reykskynjara sem tengist við beini (router) sem er í húsinu með þráðlausu neti (WiFi) og getur sent brunaboð í snjallsíma í gegn um internetið.

Hægt er að tengja fleiri en einn reykskynjara inn í sama hóp (heimilisfang) og einnig hægt að tengja marga síma sem fá boð frá skynjurunum.

Hægt er að vera með einn hóp skynjara í sumarbústaðnum og einn hóp skynjara á heimilinu. Hver og einn skynjari fær staðsetningu sem hægt er að nefna (t.d. stofa, gangur, bílskúr, miðrými, o.s.frv.).

Reykskynjari

  • Optískur reykskynari
  • App-tengjanlegur (TUYA app) þráðlaust með WiFi.
  • Stærð 110 x 57,5 mm.
  • Hljóðstyrkur 85 dB/3m.
  • Prufu- og þöggunarhnappur og gaumljós.
  • Líftíma rafhlaða (10 ára).
  • WiFi þráðlausi búnaðurinn notar tvær 3V rafhlöður sem duga í 3-5 ár.
  • Viðvörun er send þegar skipta þarf um rafhlöður.
  • Hægt er að tengja skynjarann við fjölda síma með TUYA appi (IOS og Android).
  • Auðveldur í uppsetningu.
  • Við skynjun á reyk sendir hann hljóðmerki og sendir hann boð í app á símunum sem tengdir eru.
  • Þráðlausi búnaðurinn notar internet tengingu og þráðlausan beini sem þarf að vera til staðar í húsinu.

Hér má finna leiðbeiningar um tengingu skynjarans við þráðlaust net og snjallsíma: Leiðbeiningar.

Hér má finna notkunarbæklinginn sem fylgir skynjaranum og er á ensku: Notkunarbæklingur.

Verðupplýsingar og pantanir eru á vefversluninni okkar: https://www.oger.is/is/vefverslun/reyk-samtengdir/anka-wifi-reykskynjari.

Upplýsingar um aðra reykskynjara má finna á vefverslun og einnig hér.

Hafið samband í síma 568 4800 eða með tölvupósti oger@oger.is.