Ótrúlegar nýjungar frá Holmatro

Við kynnum ótrúlegar nýjungar frá björgunartækjaframleiðandanum Holmatro.

Við kynnum ótrúlegar nýjungar frá björgunartækjaframleiðandanum Holmatro. Fyrir stuttu sóttum við námskeið og kynningar á nýjum búnaði hjá fremsta björgunartækjaframleiðanda heims Holmatro í Hollandi.

Þar voru kynntar nýjar þriggja þrepa bensíndrifnar dælur en enginn annar framleiðandi býður þriggja þrepa dælur. Einnig var kynnt rafhlöðudrifin dæla sem einnig er þriggja þrepa með 90 mínútna orku á rafhlöðunni. V-Strut stoðir sem eru einstaklega léttar og fljótuppsettar.

Með þriggja þrepa dælum eykst hraði og öryggi við klippivinnu. Nýju bensíndrifnu dælurnar sem fást einnig drifnar með rafmótor eru úr svokölluðu Spiderrange. Fjórar mismunandi gerðir. Við nefnum hér þrjár. Á þær er hægt að fá díóðuljós sem fest eru á grind. Grindarrammi um þær til varnar og til þæginda við flutning. Með öllum dælunum fæst sleði með læsingu og festibúnaði í skápa bifreiða. Við munum leggja áherslu á SR10 gerðina sem er arftaki þeirra dælna sem flestir eru hér með.

Að auki var kynnt þjónusta og þjónustubúnaður af nýrri gerð sem eykur öryggi þeirra sem sinna viðgerðum og þjónustu fyrir tækin.

Holmatro SR10 vökvadæla

SR10 dælan er fyrir eitt tæki í notkun og er minnsta dælan með fjórgengis Honduvél  2.1 hestafla vél með eldsneyti til 3ja klst. Þyngd er 14.5 kg. Stærðin er 360x290x423mm. Hljóð 82 dB í 1s. m. fjarlægð. Olíumagn 2840cc.

Bæklingur

 

SR20 dælan er fyrir eitt eða tvö tæki í notkun samtímis. Fjórgengis Honduvél  3ja hestafla vél með eldsneyti til 3ja klst. eða rafmótor 1.1 kW.  Þyngd er frá 22.7 til 24.9kg. Stærðin er 455x315x460mm. Hljóð 75 til 85 dB í 1s. m. fjarlægð. Olíumagn 4000cc.

Bæklingur

Holmatro SR20 vökvadæla
Holmatro SR40 vökvadæla

SR30 dælan er fyrir eitt eða tvö tæki í notkun samtímis. Fjórgengis Honduvél  3ja hestafla vél með eldsneyti til 3ja klst. eða rafmótor 2.2 kW.  Þyngd er frá 64.5 til 69.5kg. Stærðin er 742x517x555mm. Hljóð 77 til 85 dB í 1s. m. fjarlægð. Olíumagn 4000cc.

Bæklingur

 

SPU16BC Rafhlöðudrifin dæla er fyrir eitt tæki í notkun og er fyrsta dælan rafhlöðudrifin með litíum rafhlöðu með vinnslutíma í 1 1/2 klst. Rafmótor 36 VDC 940W. Þyngd er 17.7 kg. Stærðin er 530x252x388mm. Hljóð 75 dB í 1s. m. fjarlægð. Olíumagn 1700cc.

Hægt er að hlaða rafhlöðuna í dælunni en einnig er fáanleg hleðsludokka, hleðslutæki og spennu/straumbreytir. Það tekur um 1 klst. að hlaða rafhlöðu. Á rafhlöðunni má sjá stöðu hennar.

Bæklingur

 

Holmatro SPU16BC vökvadæla
Holmatro QRFB pallur undir dælur Pallur á sleða til að festa dælur í skáp bifreiðar. Pallurinn er hallandi svo einfaldara sé að renna dælu úr og í. Plata sem passar í sleða er fest undir dælu. Einfaldar tryggingu dælunnar í skáp.

Má sjá í öllum bæklingunum um dælur

V-Strut stoð. Til stuðnings við björgun og klippivinnu. Ótrúlega auðveld í meðferð, fljótstillt og létt. Þyngd aðeins 7.2 kg. Álagsþol beint á topp 1630 kg. Lengd 1080mm. Heildarlengd útdregin 1800mm. 30mm milli pallastillinga sem eru 24. Lengd á belti 5m. Stærð 1080x149x210mm.

Fáanlegur hnífur til að skera fyrir beltakrókinn til festingar.

Bæklingur

Holmatro V-Strut stoð


Core einna slöngu kerfið og 4000 línan af Holmatro björgunartækjum

Holmatro bæklingur yfir þann búnað sem í boði er (styttri útgáfa)

Nýjar aðferðir við klippivinnu.

......Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki......


.