Nýjungar frá Holmatro


Holmatro hefur kynnt í sumar og að undanförnu margar nýjungar. Við biðjumst velvirðingar að hafa ekki verið dugleg að koma fréttum frá okkur varandi þessar nýjunar en hér koma þær. Eins er mikið af kynningarmyndböndum á netinu eins og YouTube sem fróðlegt er að skoða. Fréttir eru ekki fréttir nema þær séu nýjar þess vegna byjum við á þeirri nýjustu.

Mjög líklega munum við á haustmánuðum veita sérstakan afslátt til þeirra sem áhuga hafa á að verða sér út um Holmatro búnað úr 5000 línunni hvort sem það er vökvadrifinn eða rafhlöðudrifinn búnaður. Hér má sækja frekari upplýsingar um Holmatro 5000 línu búnaðinn.   Ef við getum veitt frekari upplýsinga  sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800  

Ný gerð af rafhlöðudrifnum björgunartækjum
Í lok ágúst kynnti Holmatro þriðju kynslóðina af rafhlöðudrifnum björgunartækjum. Það er skammt stórra högga á milli. Þessi kynslóð nefnist EVO 3 og eru tækin 25% hraðari en fyrri gerð ásamt því að vera hljóðlátari og léttari. Í línunni eru 8 gerðir af klippum, 3 gerðir af glennum og 2 tjakkar.. Upplýsingar um þessi tæki eru komnar á heimasíðu Holmatro og verða fáanleg í nóvember næstkomanadi.
 Holmatro klippur með hallandi blöðum
Á síðasta Rauða hana kynnti Holmatro nýja gerð af klippum með hallandi blöðum. Þessi gerð auðveldar alla vinnu við klippingar á póstum, þökum, sílsum ofl. Hefur gjörsamlega slegið í gegn. Skoðið myndband. Fleiri stærðir og gerðir af klippum í þessari útfærslu.
 Holmatro 5000 klippur
Nýjar gerðir af klippum komu á markað í sumar eða réttara sagt seint í vor. Nýju gerðirnar eru CU5030 og CU5060. Fyrir voru gerðirnar CU5040 og CU5050. Allar gerðirnar eru til í mismunandi útfærslum þ.e. með beinum blöðum, hallandi blöðum, vökvadrifin í einna slöngu kerfinu og svo rafhlöðudrifin. Öflugustu klippurnar eru nú 180 tonna. og vega aðeins tæp 20 kg.
 Holmatro handfang
Við hönnun á teleskopic tjökkunum í 5000 línunni þá var handföngunum breytt en þau eru nú með betra grip, minni um sig og léttari. Þessi handföng eru nú á öllum gerðunum í 5000 línunni.
 Holmatro rústabjörgunartæki
Holmatro hefur gott úrval í búnaði til rústabjörgunar og m.a. var þar í línunni áhald til að brjóta niður steypu. Nú er komin ný gerð CC 23 sem er algjörlega ný hönnun, léttari, minni um sig og  66% öflugri en fyrri gerð.
 Holmatro telescopic tjakkar
Það var nokkur bið þar til Holmatro kom með telescopic tjakka í 5000 línunni en þeir eru komnir en ekki sem komið er rafhlöðudrifnir eins og aðrar gerðir af tjökkum frá þeim. Nýtt handfang, léttari og lengri. Öflugri tjökkun á öðrum stimpli. Díóðuljós. Laserljós í tjakkhaus til að auðvelda staðsetningu.
 Holmatro Design verðlaun
Í mars á þessu ári hlaut Holmatro hönnunar verðlaun IF DESIGN AWARD fyrir Holmatro 5000 glennu línuna. Það er mikill heiður að hljóta þessi virtu verðlaun. Það sem spilaði stærsta hlutverkið við veitu verðlaunanna var hversu léttir glennararnir eru orðnir og hraðvirkir. Þetta var tveggja manna tak en er ekki svo lengur. Ný efni og önnur hönnun. Nýr hröðunarloki, endurbættir endar, nýtt handfang og öflug díóðuljós.

 
Hér má sækja frekari upplýsingar um Holmatro búnað.   Ef við getum veitt frekari upplýsinga  sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800