Nýr hlífðarfatnaður frá Albatros

Í dag kom til okkar sölustjóri Albatros International, Henning Hansen til að kynna ný efni og nýjar gerðir hlífðarfatnaðar og vinnueinkennisfatnað fyrir slökkviliðsmenn. Hlífðarfatnaðurinn er með nýju sniði og úr  Kelvar og Titan efnum sem er það nýjasta í dag. Albatros Kelvar hlífðarfatnaður



Fyrst má nefna fatnað sem er jakki og háar buxur úr Kelvar gulu efni með Nomex fóðri og FR Liner vatnsvarnarfóðri. Við hönnun þessa fatnaðar var haft að leiðarljósi að framleiða léttan fatnað en um leið góða vörn fyrir slökkviliðsmanninn.

Við óskuðum eftir ákveðnum viðbótum sem voru að fá auka kraga flipa til lokunar, rauf til að hafa öryggsbelti í baki, gúmmíhúðaðar Kelvar styrkingar á olnboga, hanska krækjur og hettu inn undir hjálm eða yfir hjálm á rennilás. Delrin rennilásarnir sem eru á fatnaðnum þola hita og vatn.


Albatros Kelvar hlífðarjakki

Jakkinn er með háum kraga, tveimur brjóstvösum sem eru um leið talstöðvarvasar og tveimur hliðarvösum. Hanki er fyrir hanska. Nomex stroff í ermum og haft  nokkuð langt til að geta haft hanska inni í ermum. Á ermi er líka rennilás til að þrengja að og svartar Kelvar gúmmíhúðaðar styrkingar. Einnig eru vasar að innanverðu m.a. fyrir GSM síma.

Albatros Kelvar buxur

Buxur eru háar með axlaböndum, tveimur vösum á lærum, einum ofarlega og rassvösum. Renndar hliðaropnanir eru til að komast í vasa á innri buxum. Á hnjám eru til styrkingar gúmmíhúðað Kelvar efni og púðar. Á skálmum eru svartar Kelvar gúmmíhúðaðar styrkingar, rennilás til þrengingar og einnig franskur rennilás. Endurskinsmerki eru gulgræn með grárri miðrönd og eru saumar tvöfaldir. Endurskinsmerking er í samræmi við EN471 sem þýðir að viðkomandi á að sjást vel og þurfi ekki til viðbótar endurskinsvesti.

Þennan fatnað er einnig hægt að fá úr Nomex 3 efni þ.e. 265 g hlífðarefni ( efnið sem hefur verið og er í öllum Albatros fatnaði til þessa) eða Titan sem er 30% Kelvar efni og 70% Nomex efni.

Sýnishorn efna. Efst til vnstri Nomex efnið, gulbrúnaefnið er Kelvar og svörtu efnin í miðju og niður eru Titan efni

Verðmunur , Nomex er ódýrast en Titan 25% dýrara og Kelvar 40% dýrara. Ef við tökum sem dæmi Albatros Reykjavík Nomex fatnaðinn sem við seljum sem mest af frá Albatros þá er Titan efnið tæplega 6% dýrara og Kelvar rúmlega 18% dýrara.

Við erum með sýnishorn ef áhugi er á að skoða hjá okkur. Stærðir eru eins og þið þekkið á hefðbundnum fatnaði 48 til 66 og svo skraddarasniðið ef óskað er.


Albatros Nomex hetturnar eru nú fáanlegar bæði hvítar og svartar. Þær eru einfaldar og úr grisjuðu Nomex efni og er mjög þægilegar og hæfilega góð vörn. Auðvelt að finna hitann tímanlega.
Albatros endurskinsvesti


Endurskinsvesti getum við nú boðið með mörgum vösum og hönkum. Gul vesti eru endurskinsvesti en einnig er hægt að fá vestin í öðrum litum en þá er vestið sjálft ekki úr endurskinsefni. Hægt er að fá mismunandi merkingar í mismunandi litum. Gott verð.

Albatros Nomex buxur






Ýmsan einkennisfatnað eins og Nomex buxur bláar eða svartar fást líka merktar eða með endurskini. Vasar á lærum og einnig vasi fyrir GSM síma. Ísaumað brot. Fást í venjulegum stærðum eftir mittismáli og skreflengd í herra og dömustærðum. Ennig hægt að fá mitti hærra í bak ef menn hafa gildnað um miðju.




Albatros Nomex jakki


Vattfóðraður jakki  einnig með endurskini og  þess vegna axlarstykki í öðrum lit ef óskað er eftir. Brjóstvasar tveir og tveir aðrir vasar að framan. Brjóstvasar í fóðri. Vasar á upphandlegg. Teygja í mitti.



Albatros Nomex vinnusamfestingur

Samfestingur úr Nomex efni með endurskini. Með brjóstvösum hliðarvösum og hliðaropnun til að komast í innan undir buxur. Endurskin samkvæmt EN 471. Tilvalinn þegar þörf er á að vinna við aðstæður þar sem ekki er þörf á hefðbundnum hlífðarfatnaði (eldfatnaði) eins og við kennslu á slökkvitæki, umsjón með æfingum, í verksmiðjum ofl.

Albatros getur boðið úr Nomex efni hlífðarvörn yfir hjálma m.a. Rosenbauer, Gallet, Cairns ofl. til notkunar í yfirtendrunargámum.

Við minnum á annan fatnað frá Albatros