Nýr hlífðarfatnaður - slökkvistjórar - slökkviliðsmenn

Við erum þessa dagana að útbúa dreifibréf til slökkvistjóra með vönduðum bæklingi til að kynna nýja gerð af hlífðarfatnaði fyrir slökkviliðsmenn.

Fatnaðurinn er gerður úr Pbi/Kelvar efnum og með GORE-TEX vatns og öndunarvörn. Snið er í líkingu við þann fatnað sem við nefnum REYKJAVÍK þ.e. hálfsíður jakki með bak síðara. Buxur eru smekkbuxur. Fatnaðurinn í venjulegri útfærslu og sniði er vel búinn vösum, endurskinsmerkjum, krækjum fyrir hanska og maska og svo frönskum rennilás og krækjum til lokunar. Fatnaðurinn er norskur og lofar framleiðandi stuttum afgreiðslutíma. Verð er nokkuð gott miðað við það sem við höfum áður séð fyrir fatnað úr þessum efnum og af þessum gæðum.

Litur er gulleitur sem er litur efnisins. Það er því ekki hætta á að brenna lit úr efni og vel er sýnilegt þegar fatnaður verður óhreinn. Góð lokun er í háls. Styrkingar með fóðrun á öxlum. Tveir vasar fyrir fjarskiptabúnað í jakka ásamt tveimur öðrum hliðarvösum og svo er einn vasi að innan ásamt tveimur vösum fyrir hanska að innan. Stroff fyrir þumalfingur. Pbi efnisstyrkingar á neðri hluta erma að aftan og frá hné og niður að framan (svart efni). Rennilás og franskur rennilás til lokunar á jakka og buxum ásamt krækjum á jakka.
Buxur þrengdar í mittið með snúru. Tveir hliðarvasar á buxum. Sérstakur vasi fyrir hníf eða annað neðst á skálm. Hægt að þrengja skálmar með snúru (snjó og vatnsgildra). Neðst á jakka og buxum og eins í ermum er vatnhelt Kelvar efni til styrkingar.

Ýmislegt má fá til viðbótar eins og merkingar aftan á jakka og annan hliðarvasa á buxum. Rennda hettu utan um hjálm. Sigbelti í buxur. Axlarstykki í mismunandi litum ofl. ofl.
Því miður eigum við ekki myndir af þessum fatnaði frá framleiðanda og heimasíða fyrirtækisins er ekki komin upp. Einn starfsmaður brá sér í gallann svo þið gætuð séð þennan frábæra galla. En eins og áður sagði erum við að útbúa dreifibréf með bæklinum (á norsku) þar sem eru myndir sem lýsa fatnaðnum vel.

Hér hjá okkur í Sundaborg 3 er sýnishorn sem ykkur er velkomið að líta á eða ef áhugi er á að fá sent til ykkar.