Við erum að senda upplýsingabæklinga yfir Scott reykköfunartæki til slökkviliðanna. Þetta eru evrópsk tæki, að mörgu leyti
einfaldari að gerð, en þau amerísku sem margir þekkja. Um leið erum við að kynna skiptiprógramm Scott.
Það þarf vart að kynna Scott því þeir hafa verið í fremstu röð framleiðenda á reykköfunartækjum frá
ómunatíð og eru nú komnir með verksmiðjur í Evrópu sem eiga að sinna markaðnum hérna megin hafsins.
Nú þegar eru nokkur slökkvilið hér á landi með þessar nýju gerðir í notkun og er einróma álit manna að tækin
séu mjög þægileg og einföld í notkun. Það er ekki allt, því Scott tæki eru þekkt fyrir mjög lítinn
viðhaldskostnað. Og sem dæmi má nefna að ekki eru gerðar kröfur um að skipta þurfi út hlutum (pakkningum, slöngum o.s.fr.) við
yfirferð eins og algengt er hjá öðrum framleiðendum.
Ef Scott tækin standast eftirlit í prufubekk þarf ekki að skipta um hluti fyrr en eftir 12 ár. Svo framarlega að ekkert sé sjáanlega skemmt
eða lúið. Viðhaldskostnaður er því í algeru lágmarki og það munar um minna. En eins og menn þekkja er oft um verulegar
fjárhæðir að ræða.
Þjónusta við Scott
hér á landi er fyrsta flokks. Í fyrra opnuðum við þjónustustöð sem sinnir bæði USA gerðum og Evrópugerðum af
Scott. Í stöðinni er fullkominn tækjabúnaður fyrir prófun, stillingar og viðgerðir ásamt því að menn voru sendir
í læri hjá Scott í USA og Evrópu. Síðan kom maður frá Scott og tók út stöðina eftir stöðlum frá
framleiðanda og gaf grænt ljós á starfsemina. Að sjálfsögðu er stöðin einnig með starfsleyfi frá Brunamálastofnun.
Hægt er að fá tækin í 4 mismunandi gerðum, og er þá helsti munurinn fólginn í mismunandi bakplötum, ólum og
fylgihlutum. Þrýstijafnarar, lunga og maski er sá sami. Sigma og Contour tækin eru hugsuð fyrir verksmiðjur og skip, en Propak og nýjasta
gerðin ACS eru vönduðust og ætluð fyrir slökkvilið. Að sjálfsögðu er þó nokkur verðmunur á milli gerða, en
fyrir slökkvilið teljum við ekki annað koma til greina en það besta. Nánari upplýsingar um allar gerðir eru í meðfylgjandi
bæklingum og eins á heimasíðu okkar.
Til að koma til móts við slökkvilið sem hafa hug á að endurnýja reykköfunartækin hjá sér en eru með tæki
á öllum aldri og jafnvel fleiri en eina gerð, þá höfum við náð samkomulegi við Scott í Evrópu um svokallað
“skiptiprogram”. Það gengur út á að við fáum lista frá viðkomandi um heildareign reykköfunartækja og kúta og
síðan óskir um hvað mörg tæki, kúta og fjarskipti viðkomandi þarf. Við leggjum þetta fyrir okkar birgja sem kemur
síðan með tilboð. Verð miðast við að birgi tekur öll gömul tæki uppí.
Nú þegar er eitt slökkvilið komið með slíkt tilboð, og við verðum að segja að verðin sem eru í boði eru svo
hagstæð að þau fóru fram úr okkar björtustu vonum.
Við hvetjum ykkur því til að hafa samband við okkur ef áhugi er á að skoða slík skipti. Fá
nýjan og vandaðan búnað allan af sömu gerð ásamt því að nýta verðmæti þess gamla sem greiðslu. Ekki
amalegt það.