Nýstárlegt úlit Gras brunaslönguhjóla

Á sýningunni Rauða hananum 2010 heimsóttum við birgja okkar Gras, en frá honum fáum við m.a brunaslönguhjól, skápa, slökkvitækjafestingar, lyfjaskápa ofl.
Það eru um þrjú ár síðan að við hófum innflutning frá þeim en það hefur gengið mjög vel og verð sem þeir bjóða er líklega það hagstæðasta í dag.

M.a. annarra nýjunga hjá þeim á sýningunni eru skápar með brunaslönguhjólum til innfellingar í vegg. Ef skápur er til innfellingar, hefur hingað til verið áfastur rammi til að hylja veggjarop, en núna býðst þessi gerð með lausum ramma, sem hægt er að færa til eftir því sem þörf er á, til að m.a hylgja op eða stilla af skáp.

Skápum þar sem rennt er af hjóli úr hlið skápsins verður breytt þannig að hjólið kemur allt út úr skápnum og hægt að snúa í þá átt sem draga þarf slöngu.

Úrval er ótrúlega mikið og hægt að fá með mismunandi útliti á skápunum eins og sést í myndasafni. Stærðir, leður, viður, plast, gler, speglar ofl. ofl.

Smellið á myndina til að sjá fleiri gerðir.



.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....