Nýtt vopn gegn gróðureldum

Fróðleg frétt er nú á Morgunblaðsvefnum um Bambi Bucket 2000 l. fötuna til að fást við kjarr og skógarelda.
Fréttina á mbl.is má sjá hér ení tilefni af þessari frétt langar okkur að rifja upp eftirfarandi frétt af heimasíðu okkar frá því um tveimur árum.

Bambi Bucket 2000l. vatnsfata til Landhelgisgæslunnar

Almennt - sunnudagur 13.maí.07 18:29 - Lestrar 742 - Athugasemdir (0)

Í byrjun mánaðarins fluttum við inn fyrir Brunamálastofnun og fleiri stofnarnir Bambi Bucket en það er sérgerð vatnsfata sem rúmar tæpa 2000 l. af vatni og notuð til slökkvistarfa með þyrlum.
Bambi Bucket vatnsfata í þyrlu yfir skógareldi


Í apríl mánuði kom brunamálastjóri til okkar og leitaði aðstoðar við innflutning á þessum búnaði og var orðið við óskum hans að sjálfsögðu. Það var framlag okkar til að þetta gæti orðið að veruleika en takmarkað fjármagn var til staðar til að kaupa búnaðinn en með samstilltu átaki nokkurra stofnana sem nefndar eru í frétt á Mbl.is varð þetta að veruleika.  Ákveðið hafði verið hvaða gerð yrði tekin og stærð en þessi gerð er víst sú algengasta og er m.a. hér í nágrannalöndum okkar.



Sú gerð sem til greina kom og þyrlur Landhelgisgæslunnar ráða við er BBT4453 með svokölluðum Torrentula Valve loka.

Búnaðurinn er 1960 l. vatnsfata ásamt  sleppi og áfyllingarbúnaði en þyrla þarf ekki að lenda til að fylla fötuna af vatni eða einhverju öðru slökkviefni.
Bambi BUcket í kassa
M.a. getur þyrlan fyllt fötuna úr vatnslaugum eins og t.d. Fol-da-tank laugum og Trellpool laugum sem þó nokkur slökkvilið eru komin með. Þyngd búnaðarins Bambi Bucket BBT4453 er aðeins 98 kg. og fyrirferð alls ekki mikil eins og sjá má á mynd sem tekin var áður en vatnsfatan fór frá okkur.

Bambi Bucket fæst í ýmsum stærðum allt frá 270 l. og upp í 9.840 l. fötur. Venjulegar gerðir eru með sleppibúnaði þar sem hífing frá þyrlu kemur við sögu en þessi "Torrentula Valve" loki eykur notkunarmöguleikana þar sem hægt er bæði að sleppa og fylla á með honum ásamt því að hægt er að sleppa í smáskömmtum. Eins er takmarkalaus stilling á sleppingu, lítil fyrirferð eftir losun, lokinn tæmir algjörlega, hraðari áfylling,  opnast eða lokast á sekúndubroti og frábær hönnun lokans dregur verulega úr áhrifum þyngdarafls á virkni lokans. Hér er bæklingur um Bambi Bucket  og  Torrentula Valve þar sem frekari upplýsingar koma fram.

Á Mbl.is var svo frétt um að Landhelgisgæslan hefði fengið búnaðinn afhentan.