Öflugasta og stærsta slökkvibifreiðin væntanleg til landsins.
10.09.2002
Nú á næstunni er væntanleg til landsins stærsta, öflugasta og með þeim fullkomnustu slökkvibifreiðum landsins, auðvitað byggð af Rosenbauer.
|
Undirvagn er af gerðinni MAN 27.414 DFAC 6x6 410 hestafla vél. Sexhjóla, sjálfskiptur, drifin með sídrifi, driflæsing framan og aftan, ABS hemlum,
einfalt ökumannshús með rými fyrir 2 menn þar af 1 í stól með reykköfunartækjum. |
|
Verið er að byggja yfir undirvagninn hjá ROSENBAUER í Flekkefjörð í Noregi. ROSENBAUER sem er mjög þekktur framleiðandi á
slökkvibifreiðum og búnaði fyrir slökkvilið er með höfuðstöðvar í Austurríki og verksmiðjur um allan heim.
Slökkvibifreiðin er fyrir Reykjavíkurflugvöll og verður tuttugasta og þriðja bifreiðin sem kemur til Íslands frá verksmiðju Rosenbauer
í Flekkefjörð. Dælu og þakstút er fjarstýrt frá ökumannshúsi sem gerir það að verkum að við slökkvistarf
þarf einungis 2 menn. Í yfirbyggingu sem er smíðuð úr áli og plasti er 7.900 lítra vatnstankur og 790 l. froðutankur, Rosenbauer NH40
brunadæla með afköst 4.000 l. við 10 bör og 3. m. soghæð. Dælan skilar 4.500 l/mín við 8 bara þrýsting. |
|
Á þaki er Rosenbauer RM60E fjarstýrður úðastútur sambyggður fyrir froðu og vatn sem skilar 4 til 6.000 l/mín. ROSENBAUER RM8E
fjarstýrður úðastútur sambyggður fyrir froðu/vatn sem afkastar 1.000 l. af vatni á mínútu er framan á ökumannshúsi.
Úðastútar eru svo undir bifreiðinni til varnar henni sjálfri. Úttök á dælunni eru: fyrir vatnsbyssur á þaki og framan, á
háþrýsti slöngukefl, tvö úttök með sjálfvirkum lokum sem opna fyrir vatn þegar slanga er dregin út en þessi búnaður
sparar bæði tíma og mannskap. Fix-Mix froðublandari með stillanlegri blöndun er sambyggður dælunni. UNIPOWER 4kW 220 V rafall er beintengdur við vél
bifreiðarinnar. Einnig er í bifreiðinni: loftknúið ljósamastur 2 x 1000W, miðstöð sem heldur hita í skápum ásamt hitaelementi
í vatnstank. |
|
Ýmsar innréttingar og búnaður er í bifreiðinni eins og reykköfunarstóll í farþegasæti, Spiromatic 323 reykköfunartæki
(2 sett) eða Svaox fjarskiptabúnaði, HOLMATRO lyftipúðar háþrýstir og lágþrýstir, WIMUTEC björgunarsög, RAMFAN
reykblásari, slöngurekkar fyrir GUARDSMAN (ARMTEX) 42mm. (gular), 3” (bláar) og 4” brunaslöngur, greinistykki, hillur, verkfæraveggir, útdraganlegar
festingar fyrir reykköfunartæki og kúta, NOR 10m. brunastigi, sogbarkar, ROSENBAUER CASTEK úðastútar, UNIFIRE úðastútar, FLEXI Vinnupallastigi,
ROSENBAUER 135 kg. duftkúla, TOTAL froðustútur, JOCKEL slökkvitæki, ýmis konar handverkfæri ofl. ofl. |
|
Þessi bifreið verður sú þriðja af fjórum sem afgreiddar er eftir útboð sem Flugmálastjórn og Ríkiskaup stóðu fyrir
árið 2000. Fyrirtækið Ólafur Gíslason & Co hf / Eldvarnamiðstöðin í samvinnu við Rosenbauer a/s í Noregi var með
hagstæðasta tilboðið. Myndir á síðunni voru teknar nú nýlega og sýna byggingarstig bifreiðarinnar. |