Óheppilegt !!!!! :)

Eldur kviknaði í slökkvistöð í Japan í vikunni á meðan slökkviliðsmennirnir voru í útkalli. Einn þeirra var hins vegar eftir á stöðinni og var hann að elda kvöldmat þegar honum barst skyndilega neyðarkall. Hann rauk út en gleymdi að slökkva á eldavélinni.

Talsmaður slökkviliðsins í Nagoya segir að það hafi þurft 10 slökkviliðsbíla til að slökkva eldana sem loguðu í stöðinni.

„Við erum stofnun sem á að vera í þeirri stöðu að kenna fólki að umgangast eld. Okkur þykir því leitt að þetta skuli hafa komið fyrir,“ sagði talsmaðurinn og bætti við að slökkviliðsmennirnir muni héðan af láta senda sér mat.

Við leyfðum okkur að taka þessa frétt af Mbl.is en hér er hlekkur á fréttina og myndin tengist fréttinni ekki neitt en þarna er svaka bál.