Ólafur Gíslason & Co tekur þátt í Grænn apríl átakinu

Ólafur Gíslason & Co tekur þátt í Grænn apríl átakinu

Ólafur Gíslason & Co tekur þátt í Grænn apríl átakinu. Markmið átaksins er að hvetja alla þá sem selja vöru, þekkingu eða þjónustu sem er græn og umhverfisvæn til að kynna hana fyrir neytendum í GRÆNUM APRÍL svo þeir geti í framtíðinni valið grænni kostinn.

Varan sem við erum helst að kynna er Umhverfisvæna léttvatnstækið okkar. Tækið er ekki bara umhverfisvænna út af innihaldi og framleiðsluaðferðum heldur einnig út af því að það þarf ekki að yfirfara og hlaða það jafn oft og flest tæki á markaðnum í dag. Flest tæki þarf að yfirfara á 1 árs fresti og hlaða á 5 ára fresti, en umhverfisvæna tækið þarf einungis að yfirfara á 2 ára fresti og hlaða á 6 ára fresti.

Farið endilega á heimasíðu og Facebook síðu Græns apríl til að kynna ykkur átakið betur og svo getið þið keypt umhverfisvæna tækið okkar annað hvort í vefverslun okkar eða í verslun okkar í Sundaborg 7.