ÖNDUNARTÆKI TIL UNDANKOMU Í NEYÐ (EEBD)

VÖRULÝSING

Öndunartæki til undankomu í neyð eru notuð í ýmsum atvinnugreinum og mismunandi umhverfi. Um borð í skipum eru þau t.d. notuð til að flýja eiturefnaleka eða súrefnisskort sem verður í lokuðum rýmum. Slík tæki skulu ávallt vera tilbúin til notkunar í vélarrúmum skipa, sett á áberandi staði þar sem hægt er að ná til þeirra þau hratt og auðveldlega.

 

EEBD flóttatækin eru létt og fyrirferðarlítil sem gerir þau einföld í notkun og auðvelt að bera. Tækið er sjálfu sér nægt um loft sem þýðir að það þarf ekki aðskildar loftbirgðir eða tengingu við utanaðkomandi búnað. Þegar loftbirgðir eru við það að klárast fer viðvörun í gang.

360200 3602001
 

 

 
TÆKNILEGARUPPLÝSINGAR

Vinnuþrýstingur hylkis: 210 bör

Rúmmál hylkis: 3 l

Þyngd: EEDB 6 kg / Skápur 4 kg

Ending lofts: 15 mínútur

Afhent án þrýstings

 

ÁVINNINGUR & EIGINLEIKAR

EEBD flóttatækið frá T-ISS er ætlað til nota við undankomu úr vélarúmi og öðrum lokuðum rýmum ásamt því að vera í farteski slökkviliðsmanna vegna einstaklinga í þörf fyrir aðstoð við að komast út úr slíkum aðstæðum. EEBD er öndunartæki til undankomu í neyð og er hvorki ætlað til þess að nota við slökkvistarf né til að fara  inn eitrað umhverfi eða þar sem er skortur á súrefni. Þetta flóttatæki er hannað í samræmi við kafla 3 – Fire System Safety Code (FSSC)/2.2. Þjálfunarútgáfa af EEBD-tækinu er einnig fáanleg.

 

VOTTANIR (EEBD)

 • Det Norske Veritas staðall B&D

• Wheelmark

• Lloyd's Register & ABS samþykktir skápar.

 

Til að hlaða niður vottunum og upplýsingum sem tengjast þessari vöru, vinsamlegast smellið hér .

S T A Ð L A R

• Samræmist SOLAS 74 og reg. 11-2/13.3.4 og 13.4.3

• Samræmist TS EN 1146/15 þ.m.t. A1, A2 og A3

 

Hafið samband við sölumenn okkar í síma 568-4800 eða gegnum netfangið oger@oger.is

logo