Í dag var opnað útboð fyrir Rauða kross Íslands á sjúkrabifreiðum. Það fór eins og við höfðum ímyndað okkur
að viðskiptavinur RkÍ til nokkurra ára nú, er í lægstu sætunum og býður nú undir þremur nöfnum og þá
líklega þremur kennitölum.
Það sérstaka við þetta útboð var að útilokaðir voru aðrir undirvagnar en Mercedes Benz Sprinter og þá breyttur annað hvort
frá Iglhaut Allrad eða Mantra.
Í nóvember á næsta ári þegar afgreiddir hafa verið 6 af þessum 10 bifreiðum sem boðnar voru nú kemur frá Mercedes Benz Sprinter gerð
með fjórhjóladrifi og sjálfskiptur. Sú gerð er mun ódýrari en þessir breyttu undirvagnar en ekki mátti í útboðinu bjóða
frávik svo ekki var hægt að bjóða þá gerð.
Hér er svo niðurröðunin en eins og þeir sem til þekkja sjá þá er það einn og sami aðilinn sem á 6 af 11 tilboðum sem
bárust.
Undirvagn |
Verð |
% |
Bjóðandi |
Mismunur |
Mercedes Sprinter |
6.734.900,00
|
0,00% |
Múlatindur ehf |
0 |
Mercedes Sprinter |
6.825.313,00 |
1,34% |
MT-Bílar ehf. |
90.413 |
Mercedes Sprinter |
7.335.412,00 |
8,92% |
Múlatindur ehf. |
600.512 |
Mercedes Sprinter |
7.462.023,00 |
10,80% |
Sigurjón Magnússon ehf |
727.123 |
TS200 HALS 239hp |
7.723.650,00 |
14,68% |
Tri-Star Industries |
988.750 |
Mercedes Sprinter |
7.872.776,00 |
16,90% |
Sigurjón Magnússon ehf |
1.137.876 |
Mercedes Sprinter |
8.333.750,00 |
23,74% |
Tri-Star Industries |
1.598.850 |
Mercedes Sprinter |
8.591.097,00 |
27,56% |
Sigurjón Magnússon ehf og Visser Carrosseri Leeuwarden |
1.856.197 |
Mercedes Sprinter |
8.670.905,00 |
28,75% |
SUT ehf. - Scanfire |
1.936.005 |
Mercedes Sprinter |
8.907.651,00 |
32,26% |
Ó.G. & Co hf. Profile |
2.172.751 |
Mercedes Sprinter |
9.252.225,00 |
37,38% |
Ó.G. & Co hf. Profile |
2.517.325 |
Við buðum eins og áður frá Profile Vehicles OY í Finnlandi en það er stærsti framleiðandi sjúkrabifreiða í norðanverðri
Evrópu og viðurkenndur byggingaraðili á Mercedes Benz. Við buðum það besta sem völ var á í innréttingum, klæðningum, stólum,
ljósum og rafkerfi.
Bifreiðarnar yrðu byggðar samkvæmt Think Life Profile Genious sem er ný byggingaraðferð. Má þar nefna háan topp með styrktum bitum, rennilegan
með innflelldri ljósarennu svo dregið er enn frekar úr vindáhrifum og hæðin er aðeins 2500mm.
Málmstyrktan millivegg klæddan með ABS plastefni sem auðveldar þrif og skyggður plexigler gluggi í rennihurð. Allir innveggir eru klæddir með ABS
plastefni sem er 40% léttara en trefjaplast og léttir því bifreiðina. ABS plastefnið er þakið akríl yfirlagi sem er afrafmagnað, hart og
rispufrítt, ávalar brúnir og mjög auðvelt að halda hreinu.
Hljóðmælingar fylgja fyrstu bifreiðunum sem eru í samræmi við ESS kröfur. IWS Intelligent CAN-BUS er tölvustýrt rafkerfi í bifreiðunum,
mjög vandað og einfalt í notkun með marga möguleika til eftirlits, forritunar, viðvörunar og notkunar eins og
sjá má í þessari kvikmynd. Allir útveggir í sjúkrarými eru einangraðir.
Okkur finnst ósanngirni í útboðum Rauða krossins en kaupverð er aðeins gengistryggt sem nemur 60% af gengisbreytingum. Það þýðir
einfaldlega að ekki er gætt jafnræðis gagnvart þeim þátttakendum sem bjóða sjúkrabifreiðar erlendis frá.
Fróðlegt verður að fylgjast með að hvaða tilboði viðskipavinar Rauða krossins verður gengið að. Ekki það lægsta
það er víst en skyldi það verða það sem er í 6. sæti ? Hver veit ?
Benedikt Einar Gunnarsson