Opnun tilboða á RkÍ sjúkrabifreiðum

Í dag voru opnuð tilboð í sjö sjúkrabifreiðar fyrir RkÍ hjá Ríkiskaupum. Alls bárust 14 tilboð og talsverður munur á.

Í dag voru opnuð tilboð í sjö sjúkrabifreiðar fyrir RkÍ hjá Ríkiskaupum. Alls bárust 14 tilboð og talsverður munur á. Tilboðin voru frá 8 aðilum.

Við buðum að venju frá Profile Vehicles í Finnlandi sem er stærsti yfirbyggjandi sjúkrabifreiða í Norður Evrópu. Sjá frekari upplýsingar.

Undirvagn Verð % Bjóðandi
VW Transporter T5 ISOL 102.705.000,00 0,00% Ósland ehf
Profile VW Neo Transporter 111.929.130,00 8,98% Ólafur Gíslason & Co hf
VW T5 TDI 4x4 112.721.980,00 9,75% Fastus ehf.
VW Transporter T5 Visser 118.762.700,00 15,63% Ósland ehf
VW T5 Medicop 128.817.705,00 25,42% Bergfell ehf
Profile MB Genios Sprinter 129.320.751,00 25,91% Ólafur Gíslason & Co hf
MB Sprinter 319 CDI 4x4 139.972.000,00 36,29% THK ehf
MB Sprinter 319 CDI 140.877.825,00 37,17% Bílar og vélar
M.Benz Sprinter 319 4x4 142.030.000,00 38,29% Automaster ehf
VW T5 149.044.700,00 45,12% RadioRaf ehf
VW T5 GP Bos Body 157.305.220,00 53,16% Bergfell ehf
MB Sprinter 319 CDI KA 162.544.200,00 58,26% RadioRaf ehf
VW T5 164.453.800,00 60,12% RadioRaf ehf
MB Sprinter 319 CDI KA 179.098.500,00 74,38% RadioRaf ehf


Kostnaðaráætlun var kr. 129.360.000 svo lægstu verð ættu að koma RkÍ þægilega á óvart.

Lægra tilboðið okkar á Profile VW T5 Transporter Neo lenti í öðru sæti. Nú er að sjá hvort öll tilboðin sem til greina koma séu gild og hvaða tilboð reynist hagstæðast en við ákvörðun á samingsaðila er tekið tillit til ýmissa þátta m.a fjárhagslega getu og stöðu, 2ja ára reynslu af smíði og innréttingu sjúkrabifreiða ásamt atriðum eins og verði (62%), hröðun 16%, akstursþægindi, fjöðrun og öryggi í akstri 12% og eldsneytiseyðsla 10%.

Sú sjúkrabifreið sem við buðum er af þessari gerð sem við sýnum hér en hún er ekki í litum RkÍ

Profile Neo sjúkrabifreið

.....Sjúkrabifreiðar, sjúkrabörur, sjúkratöskur, sjúkrakörfur, bakbretti, ketvesti, burðarstólar, skröpur, spelkur, blástursgrímur, álpokar, álteppi, spelkur, sjáaldursljós, kælipokar, hálskragar.......

 

.