Opnun tilboða í slökkvibifreiðar fyrir Keflavíkurflugvöll

Loksins í dag voru opnuð tilboð í þrjár slökkvibifreiðar fyrir Keflavíkurflugvöll en útboðið var auglýst 19. mars og opna átti það 7. maí.
Strax var ljóst að grunngögn útboðsins voru tilsniðin að einni gerð bifreiðar eða Oshkosh Striker 3000 og því ómögulegt fyrir aðra en þá að bjóða og einnig kolólöglegt að standa að slíku útboði.

Strax voru gerðar athugasemdir en það dugði ekki til svo gera þurfti aðra atrennu um leiðréttingar til að gögnin yrðu opnuð fleiri bjóðendum. Svo var gert en um leið voru sérþættir eins og fjöðrun og hjólabúnaður að aftan ásamt öðru tekið frá og sér einkunn gefin fyrir ákveðna þætti sem aðeins Oshkosh getur boðið í dag.

Sú einkunnagjöf var þannig úr garði gerð að sá sem vildi slá Oshkosh við þurfti að bjóða 20% lægra verð til að fá svipað  í einkunn.

Því miður höfðu ekki margir áhuga á  útboðinu sem rekja má kannski til einhvers af framansögðu en aðeins tveir buðu Oshkosh (Saltkaup hf.) og Rosenbauer (við).

Rosenbauer hefur aðeins komið að smíði flugvallaslökkvibifreiða en þeir hafa á síðustu 18 árum selt meira en 800 slíkar bifreiðar í allar heimsálfurnar og frá verksmiðju þeirra í Bandaríkjunum hafa þeir afgreitt á síðustu átta árum 200 slíkar bifreiðar. Fyrir liggja pantanir í um 100 bifreiðar og erun þær m.a. fyrir Bretland, Noreg og Ástralíu.

Til fróðleiks má geta þess að Rosenbauer flugvallaslökkvibifreiðar eru á flugvöllum hjá frændum okkar  í Danmörku, Noregi og Finnlandi.

Það skemmtilega var svo að Rosenbauer bauð betur eða um 5,1% lægra verð en Oshkosh í allar þrjár bifreiðarnar.

Hér á eftir eru myndir af slökkvibifreiðinni á Kastrupflugvelli.