Þann 28. apríl síðastliðinn voru opnuð tilboð í slökkvibifreið fyrir slökkvilið Akureyrar.
Tilboðsgögn voru nokkuð áþekk því sem við höfum áður séð en að því leyti öðruvísi að
óskað var eftir dælu miðskips en ekki aftan í bifreiðinni. Það höfum við ekki séð undanfarin 14 ár að beðið sé
um dælu miðskips en þetta er amerísk hugmynd yfirfærð af Svíum og helsti kostur er minni hávaði frá dælu þ.e. ef
stjórnborð og lagnir eru að aftan (BAS). Mánaðarfrestur var gefinn og er ætlunin að ákvörðun um kaup liggi fyrir innan 6 vikna.
Helstu kröfur voru tvöfalt fimm manna áhafnarhús, 3.000 l. af vatni og 150 l. af slökkvifroðu. Dæluafköst 4.000
l/mín við 10 bar og 3m. soghæð með háþrýstiþrepi. Lagnir að og frá dælu áttu að vera til hliðanna og
stjórnborð dælu vinstra megin. Inntak í dælu 150 mm. og úttök 6 stk. 75 mm. Lögn frá tank og í dælu 150 mm. og áfylling
í tank 75 mm. Háþrýstikefli tvö með 60 m. 3/4" slöngum, sjálfstætt froðukerfi á hvorri þrýstingshlið dælu. Laus
dæla fyrir 1.300 l/mín afköst við 10 bar og 3 m. soghæð. Bakkar fyrir 100 til 150 m. af 4" slöngum og 6 til 800 m. af 3" slöngum sem draga mætti
út að aftan. Rafall 6kW, ljósamastur 4-5 m. 2 x 1.000W, stigi á þaki o.þ.h. Undirvagn 4,2 til 4,3 m. milli hjóla, drif 4x4 og hestöfl 20 á tonn
minnst.
Sem sagt evrópsk amerískur eðalvagn og lagnabíll fyrst og fremmst.
Alls bárust 27 tilboð frá þremur aðilum þ.e okkur, MT-Bílum ehf. og S.U.T. ehf. Leyfilegt var að leggja inn
frávikstilboð ef aðaltilboð fylgdi með. Slíkt fyrirkomulag hleypir breidd í tilboðin. Við gerðum 5 tilboð þ.e. tvö auktatilboð (sem
voru lægst) og þrjú aðaltilboð en öll aðaltilboð okkar uppfylla kröfur útbjóðanda 100% og rúmlega það. MT-Bílar
voru með 18 tilboð, fjögur aðaltilboð og 14 aukatilboð. S.U.T. voru með 4 tilboð. Eitt aðaltilboð og þrjú aukatilboð. Við höfum
heyrt utan að okkur að þeir hafi boðið frá Kanada og það er nýtt því ekki hafa verið boðnir stórir bílar frá
þeirri heimsálfu um nokkuð langt skeið enda erfiðleikar með skráningu vegna reglan í Evrópu. En það verður ekki af þeim
undirvögnum skafið að þeir eru glæsilegir með krómið sitt en enn eitthvað á eftir með léttleikann eins og evrópskir
undirvagnar.
Lægsta tilboðið hljóðaði upp á 19,3 milljónir og það hæsta upp á 41,6 milljónir
m/VSK.
Okkar tilboð byrjuðu í 19,3 milljónum og hæsta fór í 31 milljón. MT-Bílar voru frá tæpum 22,9
milljónum til tæpra 28,2 milljóna. S.U.T. bauð frá rúmum 32,7 milljónum og í 41,2 milljónir.
Fróðlegt hefði verið að heyra hvaða undirvagnar voru í boði en það var ekki upplesið en kemur eflaust seinna
í ljós.
Benedikt Einar Gunnarsson