Opnun útboðs Ríkiskaupa í 8 sjúkrabifreiðar fyrir Rauða krossinn.

Hér sjást niðurstöður úr opnun útboðsins og er hér um verulegar breytingar frá síðasta útboði en nú voru annaðhvort lág verð eða há.
Undirvagn Verð í kr. % Tilboðsgjafi Mismunur í kr.

Bifreiðar með 4x4

       
Sprinter 316 CDI 5.630.805 0,00% Múlatindur 0
Sprinter 316 CDI 5.714.840 1,49% Múlatindur 84.035
Sprinter 316 CDI 5.784.640 2,73% Múlatindur 153.835
Ford E-350 High Rise Ambulance TS2000 5.799.900 3,00% Tri Star Industries Ltd. 169.095
Ford E-350 4x4 5.952.581 5,71% Ó.G. & Co hf. 321.776
Ford E-350 Extended 6.221.140 10,48% Múlatindur 590.335
Sprinter 316 CDI 6.449.088 14,53% Ó.G. & Co hf.  818.283
Sprinter 316 CDI 6.634.801 17,83% MT- Bílar 1.003.996
Mantra 316 CDI 7.407.941 31,56% Ó.G. & Co hf.  1.777.136
Ford E-350 4x4 7.426.622 31,89% MT- Bílar 1.795.817
Ford E-350 4x4 7.664.319 36,11% SUT ehf-Scanfire 2.033.514
Sprinter 316 CDI 7.719.982 37.,10% SUT ehf-Scanfire 2.089.177

Hér sjást niðurstöður úr opnun útboðsins og er hér um verulegar breytingar frá síðasta útboði en nú voru annaðhvort lág verð eða há. Lítill munur var á milli tilboða í fyrra. Menn gengu mun rólegri af opnunarfundi en þá. Aðeins til að útskýra útboðið þá er það fyrst nú sem Rauði krossinn velur bifreiðar eftir punktakerfi þ.e. verð vegur 67 punkta en gæði 33 punkta. Síðan er vægi gæðapunktanna mismunandi t.d. vegur vökvasjálfskiping 9 punkta en tölvuskipting aðeins 3 punkta. Síðan er tekið tillit til þátta eins og hröðunar, fjöðrunar, eldsneytisneyslu, mengunar og þol gegn hliðar vindálagi. Áður var verð 100 punktar þ.e. ákvörðun var byggð á verði eingöngu.

Innréttingar og frágangur er að t.d. er bekkur (með nýrri úfærslu) en klappstóll horfinn. Fjórhjóladrif og sjálfskipting.

Það sem undirritaður veit um tilboðin.

Í fyrsta sæti er Sprinter með Sprintshift skiptingu sem þýðir 3 punktar. Í öðru sæti er Sprinter en með vökvasjálfskiptingu sem þýðir 9 punktar og í þriðja sæti Sprinter með vökvaskiptingu og kraftkubb þ.e. 9 punktar og eflaust punktar fyrir hröðun en hvort þeir eru margir á móti Ford Econoline veit ég ekki. Múlatindur er nýr bjóðandi en þekktur Ólafsfirðingur. 

Svo kemur fyrsti ameríski undirvagninn en hann er frá Tri-Star sem fékk í síðasta útboði þrjár bifreiðar (að vísu með stól í stað bekkjar). Athyglisvert tilboð nánast það sama og síðast sé tekið tillit til styrkingar krónunnar.

Svo komum við með amerískan undirvagn frá samlanda Tri-Star. Verulega vandaðir vagnar með margar nýjungar eins og sjá má á myndunum hér neðar á síðunni. Í tilboði okkar eru ákvæði um 3% afslátt sem skýtur okkur í fyrsta sæti amerískra undirvagna. Punktar ættu að vera svipaðir en þó eigum við einhverja auka punkta fyrir vindálag. Birgi okkar Demers Ambulances er með 50% markaðshluta í Kanada og talsverðan útflutning í flestar heimsálfur. eins eru m.a. í Evrópu samstarfsaðilar sem kaupa hluta innréttinga sinna hjá þeim. Framleiðsla Demers Ambulances er milli 5 og 600 sjúkrabifreiðar á ári af ýmsum stærðum og gerðum og í nánast öllum tilfellum er undirvagn af Ford gerð. 

Ég tel að valið muni standa á milli þessara sem ég hef að ofan greint. Spurningin sem hvílir á mönnum vilja menn áfram ameríska undirvagna eða geta menn hugsað sér þýskan undirvagn með vökvasjálfskiptingu. Þetta hefur vafist fyrir mönnum en punktakerfið og niðurstöður þess eiga að vera gerðar öllum kunnugar og verður þess beðið með óþreyju. Allt gegnsætt í dag og það verður aðeins ein gerð fyrir valinu eða öllum hafnað.

Enn á ný koma staðreyndir í ljós að verðsamkeppnin í þessum útboðum er mikil og hörð. Verð á sjúkrabifreiðum í dag er langt frá því sem ætla mætti ef ekki væri þessi gríðalega samkeppni. Það geta þeir sem áhuga hafa á skoðað frekar. Verð bifreiða er langtum lægra í dag en það var fyrir t.d. fjórum árum. Að verð sjúkrabifreiðar skuli vera innan við 6 milljónir. Það er ekki merkilegt í samanburði við aðrar bifreiðar.

Reykjavík 30. ágúst 2005

Benedikt Einar Gunnarsson


Hér sést vel straumlínulagður toppurinn

 


Öll ljós innfelld í topp

 


Snyrtilegur og vandaður frágangur í mælaborði

 


Innanborðs í amerísku gerðinni

 


Bekkjarmegin í amerísku gerðinni

 


Séð inn um hliðardyr á amerísku gerðinni.