Orkuveitan hefur nú fengið slökkvibúnað fyrir Hellisheiðarvirkjun. Samskonar búnað og er í Nesjavallavirkjun en sá búnaður er
líka frá okkur.
Það var haustið 2007 sem Nesjavallavirkjun fékk svipaðan búnað og nú er kominn í Hellisheiðarvirkjun. Búnaðnum hefur verið
vel fyrir komið í afar vandaðri kerru. Myndirnar fengum við frá Orkuveitunni og leyfum okkur að birta hér. Smellið á myndina og þá koma
fleiri í ljós.
Búnaðurinn saman stendur af slöngum 1 1/2", 3" og 4" með Storz tengjum. Unifire úðastútum, B-CBC greinistykkjum, 4" 3ja m. börkum, 4" Storz sigti,
lyklum og minnkunum.
Einnig froðubúnaður frá Total, blandari 200l/mín með KR-M2 froðutrekt ryð og sýrufríum.
Tohatsu dælan er sú afkastamesta í röðinni en hún skilar 2.050 l/mín við 6 bar og 3m. soghæð um 6m. barka.
Einstök í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 94 kg.
Dælan er búin bæði raf og handstarti. Snúningssogdæla er aðeins 5,5 sek. að sjúga úr 3ja m. hæð um 6m. langan 4" barka. Dælan
er vatnskæld um soghlið og er með sjálfvirka yfirhitavörn.
Úttök eru tvö 2 1/2" snúanleg og með lokum. Inntak er 3 1/2" með 4" Storz tengi. Afköst eru miðað við 3ja m. soghæð eins og áður
sagði 2.050 l./mín við 6 bar, 1.800 l./mín við 8 bar og 1.500 l./mín við 10 bar. Sem sagt geysiöflug dæla. einstaklega auðveld í notkun og
í trefjaplasthúsi. Með fylgir ljóskastari.
Við flytjum dælurnar beint frá Japan og yfirleitt er afgreiðslutími ekki nema um hálfur mánuður. Varahlutaþjónusta hjá Tohatsu er
frábær annað er ekki hægt að segja. Einstaklega stuttur afgreiðslufrestur. Klikkið á dælumyndina og fáið allar upplýsingar um allar
gerðir af Tohatsu dælum.
.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar,
keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....