Pacific Emergency Products. Fyrstuhjálpartöskur og pokar

Í dag 10.10 kl. 10.10 urðum við viðurkenndir dreifingaraðilar fyrir Pacific Emergency Products en þeir hafa um margra ára skeið selt hingað til lands margskonar töskur og poka fyrir sjúkralið, björgunarsveitir, slökkvilið og neyðarsveitir. Sérgerðar töskur og pokar fyrir geymslu á ákveðnum búnaði. Áfallatöskur, fyrstuhjálpar töskur, bakpokar, töskur og pokar fyrir súrefnisflöskur, töskur fyrir hjartastuðtæki, poka fyrir björgunarkaðla, hulstur fyrir verkfæri og búnað í belti, buxur, vesti ofl.

Sérstök hólfuð spjöld fyrir inngjafalyf, einingar inn í töskurnar eða pokana, minni töskur (pokar) með glæru vinyl plast til að geta séð innihald og koma má fyrir eftir ákveðnu kerfi í stærri töskum og pokum.

Töskurnar og pokana er hægt að fá með eða án fyrstuhjálpar búnaði.

Um 18 ára skeið hefur PEP þjónað björgunarsveitum um allan heim og sífellt bætist við úrval en stór hluti þess sem er í boði er framleitt eftir óskum og hugmyndum notenda.

Fimm ára ábyrgð er á efni og saumaskap. Undanskildir eru útskiptanlegir slitfletir eins og botnar taskna.

Efnið í töskum og pokum er úr Cordura® Plus 500 eða 1000 den nyloni sem er þrisvar eða fjórtán sinnum endingarbetra en bómullarefni, polypropylen efni eða venjulegt nylon. Cordura® Plus er létt, slitsterkt, endingargott, þornar fljótt og auðvelt að þrífa.


Endurskin er af gerðinni 3M™ Scotchlite sem má þvo og hraðhreinsa.

Fóðrið í töskum og pokum er úr Plastizote® Foam en það efni hrindir frá sér vökva og raka. Plastizote® er poleythylene efni með miklum þéttleika og heldur vel upprunalegri lögun sinni.

Hægt er að skipta út botnum í helstu gerðum en botnin er það sem mest mæðir á. Hægt er að velja um tvær gerðir annars vegar úr Cordura® Plus 1000 efni eða H.D.P.E. plasti sem er mun myndarlegri botn.

Axlarólar eru með Wideloc axlarpúðum sem þola verulegan þunga. Sérstaklega vel lagaðir að öxl og til að draga úr álagi á bak.

YKK rennilásar eru sterkustu rennilásar sem finnast. Tvær gerðir eru notaðar nr. 5 og nr. 10.

Handföng eru úr leðri.



Töskurnar og pokana má þvo í þvottavél þegar ólar, handföng, fóður, álstyrkingar og botnar hafa verið fjarlægð.

Skoðið heimasíðu PSP www.pacsafety.com og fræðist um mismunandi gerðir.

 Helstu gerðir sem eru í notkun hérlendis í sjúkrabifreiðum eru gerðir A300, A300D, A500 og A900. A.E.T. kerfið með spjöldum, S einingum og svo minni töskur með glærum nylon plastglugga.