Peli Products S.A. var með myndarlegan bás á sýningunni.

RAUÐI HANINN 2005

Peli Products S.A. var með myndarlegan bás á sýningunni. Við höfum þegar fengið á lager nýjar gerðir ljósa m.a. reykkafaraljós Little Ed sem er mjög öflugt og nett ljós fyrir reykkafara. Verð er mjög hagstætt eða kr. 4.960,00 án VSK. Við tókum ljósið í útfærslu þar sem með fylgja 4 stk. Alkaline AA rafhlöður. Ljósið vegur aðeins 280g.


Stærð er 190 x 48 x 90 mm. Pera er af Xenon gerð og rofi til að kveikja og slökkva er mjög aðgengilegur. Ending hleðslu er 4 klst. og lúmen eru 25. Afköst 10.000 kerti. Vatnshelt og sprengifrítt. ATEX II 3 viðurkenning. Sérstaklega gert fyrir reykkafara í slökkviliðum. Léttasta og bjartasta ljósið á markaðnum í dag. Einnig til fyrir hleðslurafhlöður og sérstakt hleðslutæki. Litir gult eða svart.

Aðra gerð höfum við fengið á lager en það er M6 ljós sem er úr áli með stömu yfirborði. Ljósið er í hulstri til að hafa í belti. Mjög vandað lithium ljós sem skilar 74 lúmenum. Ending hleðslu er 1 klst. Þyngd 160 g. Stærð 138 x 32 x 32 mm. 7,8 W. Rafhlöður CR123 fylgja. Nokkuð dýrt ljós en ekki miðað við gæði. Ævilöng ábyrgð.

Peli Products framleiða gífurlegt úrval ljósa í hæsta gæðaflokki. Flest allar gerðir eru vatnsheldar og hafa viðurkenningu sem sprengifríar eða neistafríar samkvæmt ATEX II 3. 

Þau ljós sem við höfum lagt áherslu á eru Xenon ljós en þeir framleiða einnig LED ljós. Þau eru mun dýrari allt að tvöfalt dýrari en þeir kynntu nú á sýningunni nýjung í gerð LED ljósa. LED ljós hafa verið punktljós og ekki dregið mjög langt þ. e. með dreifðan geisla. Þeir hafa nú komið fyrir spegli sem endurkastar geislanum og nær hann þá lengra. Við munum verða með LED ljós á lager ef eftirspurnin verður slík. 

 
Hægt verður að velja um LED eða Xenon í framtíðinni. Sérstök áhersla verður lögð á ennis og höfuðljós en þau verða mjög athyglisverð með t.d. rofa sem stillir afköst 100, 50 eða 25%. Sumar gerðir bæði með LED perur og Xenon.
 
Við viljum vekja athygli slökkviliða, lögreglu, eftirlits og vaktfyrirtækja á M9 og M6 ljósunum en þau eru afar vinsæl fyrir atvinnumenn.
              Frekari upplýsingar um Peli ljós