Pensi burðarstóll til Grunnskólans í Borgarnesi

Nú 20. desember fékk Grunnskólinn í Borgarnesi Pensi burðarstól fyrir fatlaða einstaklinga sem nota á ef þörf verður á að rýma skólahúsnæðið tafarlaust. Stóllinn er frá finnska fyrirtækinu Pensi Rescue Oy en frá því fyrirtæki höfum við kynnt og boðið sjúkrabörur um nokkurt skeið. Hér má lesa frekar um þær börur og skoða kvikmynd um notkun.

Það var Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarnesi sem hafði milligöngu um um kaupin á  stólnum en eins og segir í veffréttum Skessuhorns sem lesa má hér.

Stóllinn er léttur og sterkbyggður og ætlaður til nota við þröngar aðstæður. Hann er úr áli og mjög fyrirferðalítill í geymsu. Hentar þess vegna m.a. í sjúkrabifreiðar. Hann var fenginn með öllum tilheyrandi aukabúnaði eins og stórum hjólum, handföngum ofl. Hér eru frekari upplýsingar um stólinn af síðu Pensi Rescue  Oy.